Auglýsing
Uppskriftina fékk Sigrún hjá mágkonu sinni, en er búin að breyta dálítið, hún kallaði þær heilsubollur, ættu kannski að heita orkubollur 🙂

Heilsubollur

Sigrún Friðriksdóttir á Dalvík birti mynd af þessum girnilegu hollu bollum á netinu. Eins og við var að búast var auðstótt að fá uppskriftina.

BRAUÐBOLLURDALVÍK

.

Heilsubollur

6 egg
200 g+ 18% sýrður rjómi
þetta er þeytt vel saman, síðan setur maður í skál

30 g möndlumjöl
30 g kókoshveiti
10 g husk trefjar
2 msk hörfræ
2 msk chiafræ
1 tsk lyftiduft
1 tsk salt
2 msk kúmen
2 msk sólblómafræ
2 msk sesamfræ, hnetu- eða möndlukurl er ég á það og svo heilt bréf að trönuberjum sem gera allt svo milku betra
ca, 1 tsk. af kanil og turmerik

Hrærið þessu vel saman og setjið í eggjahræruna og látið bíða í ca. 10 mín. svo þurrefnin dragi vökvann í sig. Spreyjið muffinsform og skiptið systurlega í hólfin og bakið við 180°C á blæstri í 22 mín.
„ég setti sesamfræ bæði í botninn og ofaná, bara eintóm hollusta og ótrúlega saðsamar”

.

BRAUÐBOLLURDALVÍK

— HEILSUBOLLUR —

.

Auglýsing