Laxasmáréttir – sumarlegir og bragðgóðir
Það getur verið kostur ef tíminn er takmarkaður að velja veitingar sem hægt er að undirbúa með góðum fyrirvara. Rúllur með reyktum eða gröfnum laxi og rjómaostafyllingu eru dæmi um þetta. Laxarúllurnar er gott að útbúa daginn áður og frysta. Best er að skera þær niður hálffrosnar með heitum hníf (látið heitt vatn renna á hann milli skurða). Rúllur með gröfnum laxi eru ekki síðri en þær með reykta laxinum.
— LAX — GRAFINN LAX — REYKTUR LAX — SMÁRÉTTIR — SJÖFN ÞÓRÐAR —
.
Laxarúlla á gúrkusneið. Leggið filmu á borð. Skerið laxinn í sneiðar (ekki of þunnar. Smyrjið með mjúkum rjómaosti, rúllið upp og frystið.
Lefsusamlokur. Smyrjið lefsur með mæjónesi eða sýrðum rjóma, raðið laxasneiðum á og leggið aðra lefsu yfir. Skerið niður.
Laxarúlla á hveitikímköku. Blandið saman 1 b vatni, 1 b hveitikími, 1/4 tsk salti og 1 tsk af rúgmjöli. Mótið litlar kökur og bakið við 175°C í um 30 mín. Látið kólna. Leggið filmu á borð. Skerið reyktan eða grafinn lax í sneiðar (ekki of þunnar). Smyrjið með mjúkum rjómaosti, rúllið upp og frystið.
Gráðaostalaxasalat á gúrkusneið. Setjið í matvinnsluvél reyktan lax, rjómaost í matvinnsluvél. Myljið gráðaost saman við, blandið með sleif. Mótið kúlur og setjið ofan á gúrkusneið. Hlutföllin eru frekar frjálsleg: ca 100g lax + 1/2 b rjómaostur + 2 msk gráðaostur.
.
— LAX — GRAFINN LAX — REYKTUR LAX — SMÁRÉTTIR — SJÖFN ÞÓRÐAR —
.