Sítrónubaka með marengstoppum – fullkomin með kaffinu eða sem eftirréttur

Sítrónubaka með marengstoppum – fullkomin með kaffinu eða sem eftirréttur Sítrónukaka, marengs, marengstoppar, sítrónusulta Reyðarfjörður, Ásdís Bóasdóttir, kvenfélag Reyðarfjarðar, baka, kaffimeðlæti lemon curd
Sítrónubaka með marengstoppum – fullkomin með kaffinu eða sem eftirréttur

Sítrónubaka með marengstoppum. Hugsið ykkur ekki tvisvar um: Bakið þessa undurgóðu sítrónuböku með kaffinu.

REYÐARFJÖRÐURMARENGS — SÍTRÓNUBÖKURKVENFÉLÖG

.

Sítrónubaka með marengstoppum

Botn
3 dl hveiti
130 g smjör, kalt
3-4 msk vatn
2 tsk vanillusykur

Sítrónusulta (lemon curd)
2 dl sykur
4 dl vatn
2-3 sítrónur
1 dl maísenamjöl
4 eggjarauður
20 g smjör

Marengs
4 eggjahvítur
1,5 dl sykur

Botn: Hitið ofn í 150°C smyrjið 24-26 cm bökuform. Hnoðið saman hveiti og smjöri í höndunum og bætið vatn. Þrýstið því ofan í bökuform og látið það ná upp á kantana. Stingið í deigið með gaffli og bakið loks við 150°C í 15 mín. Látið kólna.

Sítrónusulta: Pressið safann úr sítrónunum og rífið af þeim börkinn. Setjið vatn, sykur og 2/3 af sítrónusafanum í pott ásamt maísenamjöli og látið suðuna koma upp en hrærið stöðugt í. Smakkið blönduna til með restinni af sítrónusafanum. Bætið við eggjarauðum, sítrónuberki og smjöri og sjóðið smá stund og munið að hræra vel í á meðan. Hellið blöndunni yfir kaldan bökubotninn.

Marengs: Stífþeytið eggjahvítur og sykur. Setjið í sprautupoka og sprautið doppur yfir sítrónusultuna. Bakið við 175°C í 8-10 mín. eða þar til marengsinn hefur tekið fallegan lit. Nauðsynlegt er að fylgjast stöðugt með bökunni þar sem marengsinn brúnast hratt. Vel er hægt að gera bökuna daginn áður en hún er borin fram og geyma í kæli.

Sítrónubaka með marengstoppum – fullkomin með kaffinu eða sem eftirréttur Reyðarfjörður kvenfélagið
Með kvenfélagskonum á Reyðarfirði

Ásdís Bóasdóttir kom með sítrónubökuna gómsætu sem var á boðstólnum ásamt fleira góðgæti á fundi Kvenfélags Reyðarfjarðar.

fyrirlestur, kvenfélög, Albert, Bergþór, borðsiðir, kurteisi

.

REYÐARFJÖRÐURMARENGS — SÍTRÓNUBÖKURKVENFÉLÖG

— SÍTRÓNUBAKA MEÐ MARENGSTOPPUM —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.