Silungur með hvítlaukssítrónusmjöri

Ofnbakaður silungur með pestói og sætum kartöflum rasp smjör sítróna pestó bankabygg
Ljúffengur fiskréttur sem á alltaf vel við. Ofnbakaður silungur með hvítlaukssítrónusmjöri, bankabyggi og sætum kartöflum

Silungur með hvítlaukssítrónusmjöri

Það má auðvitað nota hvaða fisk sem er í réttinn – munið  að feitur fiskur er hollastur.

SILUNGURFISKUR Í OFNIBANKABYGG

.

Silungur með hvítlaukssítrónusmjöri

2-3 væn silungsflök
100 g smjör
2-3 hvítlauksrif, söxuð smátt
1/2 tsk saxað chili
1 msk saxaður blaðlaukur
1 msk sítrónusafi
1 tsk rifinn sítrónubörkur
salt og pipar
2 msk brauðrasp.

Skerið silunginn niður, eða hafið flökin heil, og setjið í eldfast form eða í ofnskúffu. Bræðið smjör, bætið við hvítlauk, chili, blaðlauk, sítrónusafa, sítrónuberki, salti og pipar. Setjið yfir fiskinn og stráið raspi yfir. Bakið við 180°C í um 10 mín.

Silungur með hvítlaukssítrónusmjöri

.

SILUNGURFISKUR Í OFNIBANKABYGG

— SILUNGUR MEÐ HVÍTLAUKSSÍTRÓNUSMJÖRI —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Sítrónu- og mascarponebaka

Sítrónu- og mascarponebaka. Fagurgul, frískandi og bragðgóð baka. Það er frekar einfalt að útbúa sítrónusmjör en það þarf að gerast amk deginum áður og kólna alveg. Í staðinn fyrir bláber má skreyta með jarðarberjum eða bara ykkar uppáhalds ávöxtum.

Hvítir dúkar og ýmis miður hreinleg störf

Hvítur dúkur - DSC02333

Hvítir dúkar og ýmis miður hreinleg störf. Þegar við erum búnir, lesari góður, að matreiða eitthvað af þeim réttum, sem hér eru skráðir að framan, þá þurfum við að hugsa eitthvað fyrir að bera þá á borð. Þess er getið, við marga réttina, hvernig þeir eru bornir á borð; en borðið þarf sjálft að vera vel hreint eða helzt lagt hvítum og hreinum dúk, einnig er gott að hafa hvíta vaxdúka, sem þvo má eptir hverja máltíð, sérstaklega á sumrum, þá fólk er við ýms miður hreinleg störf.

Kúrbítsrúllur með kasjúhnetu/rauðrófu/ fyllingu

Emjað í Eyjafirðinum. Innarlega í Eyjafirðinum er veitingastaðurinn Silva. Þar er einstaklega góður matur og fallegt umhverfi. Þar fengum við kúrbútsrúllur og emjuðum af ánægju. Kristín eigandi staðarins gaf mér góðfúslega uppskriftina til að birta hér