Silungur með hvítlaukssítrónusmjöri
Það má auðvitað nota hvaða fisk sem er í réttinn – munið að feitur fiskur er hollastur.
— SILUNGUR — FISKUR Í OFNI — BANKABYGG —
.
Silungur með hvítlaukssítrónusmjöri
2-3 væn silungsflök
100 g smjör
2-3 hvítlauksrif, söxuð smátt
1/2 tsk saxað chili
1 msk saxaður blaðlaukur
1 msk sítrónusafi
1 tsk rifinn sítrónubörkur
salt og pipar
2 msk brauðrasp.
Skerið silunginn niður, eða hafið flökin heil, og setjið í eldfast form eða í ofnskúffu. Bræðið smjör, bætið við hvítlauk, chili, blaðlauk, sítrónusafa, sítrónuberki, salti og pipar. Setjið yfir fiskinn og stráið raspi yfir. Bakið við 180°C í um 10 mín.
.
— SILUNGUR — FISKUR Í OFNI — BANKABYGG —
— SILUNGUR MEÐ HVÍTLAUKSSÍTRÓNUSMJÖRI —
.