Auglýsing
Rabarbaragrautur rabbabaragrautur rabarbari rabbabari grautur eftirréttur úr rabarbara sumardesert desert
Þjóðlegur og gómsætur rabarbaragrautur. Í grautinn var notaður vínrabarbari, það skýrir fagurrauða litinn.

Rabarbaragrautur – þjóðlegur og gómsætur

Dásamlegi rabarbaragrauturinn – góður heitur, volgur eða kaldur. Gott er að hafa í huga að rabarbari er mis-súr og kannski þarf að bæta við sykri í uppskriftina.

.

RABARBARI GRAUTAREFTIRRÉTTIRÞJÓÐLEGT

Auglýsing

.

Rabarbaragrautur

1 kg rabarbari, skorinn bita
200 g sykur
3 dl vatn
2 tsk vanillusykur (eða rúmlega það)
1/3 tsk salt.

Setjið allt í pott og sjóðið í 20 mín á vægum hita. Takið af hitanum.

1 1/2 – 2 msk kartöflumjöl
1 dl kalt vatn
Hristið eða hrærið saman kartöflumjöl og vatni, hellið saman við grautinn og hrærið í um leið.

Setjið í skál og stráið sykri yfir svo ekki myndist skán.

Berið grautinn fram heitan, volgan eða kaldan. Borðið með hálfþeyttum eða óþeyttum rjóma.

Vínrabarbari

.

RABARBARI GRAUTAREFTIRRÉTTIRÞJÓÐLEGT

— RABARBARAGRAUTUR —

.