Hægeldaðar kjúklingabringur með ólífum og döðlum

Hægeldaðar kjúklingabringur kjúklingur í ofni kjúklingabringa kjúlli ofnbakaður hægeldun með okkar augum steinunn ása katrín
Hægeldaðar kjúklingabringur með grænmeti og kúskús

Hægeldaðar kjúklingabringur

Það er alveg upplagt að setja kjöt og grænmeti í eldfast form og láta eldast á lágum hita í ofninum. Flest tengjum við hægeldun e.t.v. við  lamb en kjúklingur er ekki síðri hægeldaður.

KJÚKLINGURHÆGELDUNLAMBMEÐ OKKAR AUGUM

.

Hægeldaðar kjúklingabringur með kúskús

Hægeldaðar kjúklingabringur

4 kjúklingabringur
grænmeti að eigin vali, t.d. rauðlaukur, gulrætur og sæt kartafla
1 tsk fínt saxað engifer
3 msk. svartar ólífur
2-3 hvítlauksrif, söxuð smátt
1 dl þurrkaðar döðlur, skornar í bita
salt og pipar
3 msk ólífuolía
3 msk vatn

Setjið kjúklingabringur, grænmeti, döðlur, krydd, olíu og vatn í eldfast form og álpappír yfir eða leirpott með loki. Látið malla við 90°C í 3-4 klst. Takið lokið af, hækkið hitann síðustu 15 mín. og brúnið kjúklinginn.

Katrín, Albert og Steinunn Ása við upptökur á Með okkar augum

.

KJÚKLINGURHÆGELDUNLAMBMEÐ OKKAR AUGUM

— HÆGELDAÐAR KJÚKLINGABRINGUR MEÐ DÖÐLUM OG ÓLÍFUM —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Fiskisúpa Eika

Fiskisúpa Eika. Léttar og rjómalausar fiskisúpur eru orðnar mun algengari en áður, eftir því sem heilsubylgjunni vex ásmegin. Stundum er nú samt gaman að rifja upp gömlu, góðu rjómasúpurnar og eitt er víst að þessi margverðlaunaða súpa frá honum Eika (í Eikagrilli sem var) er svo mikil snilld, að fólk emjar af ánægju og spyr undantekningalaust hvort það megi fá uppskriftina.

Freyðivínshlaup

Freyðivínshlaup

Freyðivínshlaup. Margir eru í vandræðum með eftirrétt um áramótin og vilja gjarnan prófa eitthvað nýtt. Freyðivínshlaup er afar hátíðlegt en minna má á að það er áfengt. Hér er það í staupum en einnig má setja það í eina skál og bera fram með öðrum eftirréttum, svona til að gefa fólki að bragða á. Ástæðan fyrir valinu á Jacob´s Greek í hlaupið er bæði vegna þess að það er fallegt á litinn og bragðgott.

Matarborgin Búdapest – framhald

BÚDAPEST. Það segir þó nokkuð um borg/land ef maður fer þangað tvisvar á sama árinu. Sléttum sex mánuðum eftir að við fórum til Búdapest var haldið aftur þangað á vegum Heimsferða. Að þessu sinni fórum við Bergþór með hóp út að borða og annan í matargönguferð um miðborgina. Ótrúlega fjölbreytt matarborg sem kemur endalaust á óvart.