Hægeldaðar kjúklingabringur
Það er alveg upplagt að setja kjöt og grænmeti í eldfast form og láta eldast á lágum hita í ofninum. Flest tengjum við hægeldun e.t.v. við lamb en kjúklingur er ekki síðri hægeldaður.
— KJÚKLINGUR — HÆGELDUN — LAMB — MEÐ OKKAR AUGUM —
.
Hægeldaðar kjúklingabringur
4 kjúklingabringur
grænmeti að eigin vali, t.d. rauðlaukur, gulrætur og sæt kartafla
1 tsk fínt saxað engifer
3 msk. svartar ólífur
2-3 hvítlauksrif, söxuð smátt
1 dl þurrkaðar döðlur, skornar í bita
salt og pipar
3 msk ólífuolía
3 msk vatn
Setjið kjúklingabringur, grænmeti, döðlur, krydd, olíu og vatn í eldfast form og álpappír yfir eða leirpott með loki. Látið malla við 90°C í 3-4 klst. Takið lokið af, hækkið hitann síðustu 15 mín. og brúnið kjúklinginn.
.
— KJÚKLINGUR — HÆGELDUN — LAMB — MEÐ OKKAR AUGUM —
— HÆGELDAÐAR KJÚKLINGABRINGUR MEÐ DÖÐLUM OG ÓLÍFUM —
.