Berjaeftirréttur

Berjaeftirréttur hildur elísabet arna svavar ísafjörður bláber jógúrt örnu jógúrt
Berjaeftirréttur

Hildur Elísabet og Svavar á Ísafirði buðu upp á hreindýraborgara í eftirminnilegri veislu og á eftir var þessi góði berjaeftirréttur.

HREINDÝRABORGARAVEISLANJÓGÚRTÍSAFJÖRÐUR — HREINDÝRHAMBORGARAREFTIRRÉTTIRBLÁBER

Birgir, Sigrún, Hildur, Svavar, Albert og Páll

Berjaeftirréttur

500 gr grísk Örnu jógúrt
250 ml þeyttur rjómi
4 vel fullar matskeiðar heimatilbúin berjasulta
Slatti af aðalbláberjum (helst nýtýndum en annars frosnum)

Rjóminn þeyttur
Sultan hrærð vel út í grísku jógúrtina
Þessu svo balndað varlega saman og sett í skál
Berin sett yfir
Skreyti stundum með rauðum berjum t.d jarðaberjum

Geri þetta mikið á haustin þegar hlíðarnar fyllast af gómsætum aðalbláberjum. Örnu gríska jógúrtin er svo mjúk og góð í allt. Notaði alltaf AB hér einu sinni en gríska jógúrtin toppar allt. Auðvitað má nota keypta sultu en hitt er miklu betra.

.

BERJAEFTIRRÉTTUR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.