Berjaeftirréttur

Berjaeftirréttur hildur elísabet arna svavar ísafjörður bláber jógúrt örnu jógúrt
Berjaeftirréttur

Hildur Elísabet og Svavar á Ísafirði buðu upp á hreindýraborgara í eftirminnilegri veislu og á eftir var þessi góði berjaeftirréttur.

HREINDÝRABORGARAVEISLANJÓGÚRTÍSAFJÖRÐUR — HREINDÝRHAMBORGARAREFTIRRÉTTIRBLÁBER

Birgir, Sigrún, Hildur, Svavar, Albert og Páll

Berjaeftirréttur

500 gr grísk Örnu jógúrt
250 ml þeyttur rjómi
4 vel fullar matskeiðar heimatilbúin berjasulta
Slatti af aðalbláberjum (helst nýtýndum en annars frosnum)

Rjóminn þeyttur
Sultan hrærð vel út í grísku jógúrtina
Þessu svo balndað varlega saman og sett í skál
Berin sett yfir
Skreyti stundum með rauðum berjum t.d jarðaberjum

Geri þetta mikið á haustin þegar hlíðarnar fyllast af gómsætum aðalbláberjum. Örnu gríska jógúrtin er svo mjúk og góð í allt. Notaði alltaf AB hér einu sinni en gríska jógúrtin toppar allt. Auðvitað má nota keypta sultu en hitt er miklu betra.

.

BERJAEFTIRRÉTTUR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Svalandi rabarbaradrykkur

IMG_8742

Svalandi rabarbaradrykkur. Drykkur þessi er góður mjög hressandi og ljúffengur með blávatni saman við eða sódavatni. Fimm kíló af rabarbara gefa rúmlega 4 lítra af vökva (sem mætti nú eiginlega kalla þykkni)

Punjabi kjúklingur

Indverskur Punjabi kjúklingur. Áhugavert að prófa rétti frá fjarlægum löndum, þeir sem vilja sterkan mat mega gjarnan bæta við kryddi. Kjúklingarétturinn er ægigóður og alls ekki sterkur...