Rabarbaraperur – kjörinn eftirréttur

Hvíti hlutinn á rabarbaranum gengur undir ýmsum nöfnum. Niðursoðnar rabarbaraperur er kjörinn eftirréttur rabarbarahófar rabarbararætur rabarbaraeftirréttur
Hvíti hlutinn á rabarbaranum gengur undir ýmsum nöfnum. Niðursoðnar rabarbaraperur er kjörinn eftirréttur

Rabarbaraperur – kjörinn eftirréttur

Hvíti hlutinn á rabarbaranum er eiginlega sá besti. Með því að sjóða hann niður og geyma kemur perukeimur af honum – ótrúlegt en satt. Þess vegna er hann af mörgum nefndur rabarbaraperur. Mjög góður eftirréttur. Hafið í huga að sjóða verður varlega. Ef þið eruð með hvíta hlutann af nýsprottnum rabarbara er nóg að setja hann í krukkur og hella sykurleginum yfir. Þykkari partar er þarf aðeins að sjóða örstutta stund, þess vegna hálfa til eina mínútu.

— RABARBARI — GRAUTAR — EFTIRRÉTTIRPERUR

.

Rabarbaraperur

ca 1 l rabarbaraperur (hvíti hlutinn af rabarbaranum)

3-4 b vatn

2 1/2 b sykur

1 msk vanillusykur.

Setjið í pott og látið suðuna koma upp. Snyrtið rabarbaraperurnar og setjið þær út í (ef þær eru stórar) og sjóðið í örstutta stund áður en sett er í krukkur. Eða setjið þær fínlegu partana í krukku, hellið yfir og lokið.

.

— RABARBARI — GRAUTAR — EFTIRRÉTTIRPERUR

— RABARBARAPERUR —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Karrýsteikt hvítkál

Karrýsteikt hvítkál. Hver man ekki eftir kjötfarsi innpökkuðu í hvítkál? já eða mæjóneslöðrandi hvítkáli með örlitlu af niðursoðnum ávöxtum sem kallað var "hrásalat" Nú er öldin önnur. Það er komið nýtt hvítkál í búðir. Það er kjörið að steikja hvítkál og nota sem meðlæti. Gufusoðið og hrátt hvítkál lækkar kólesteról og getur getur komið í veg fyrir krabbamein í blöðru, ristli og blöðruhálskirtli. Hvítkál inniheldur mikið af K- og C- vítamínum.

Skálað eftir skemmtilegan vetur með Betu næringarfræðingi

Frá því í haust hef ég hitt Elísabetu Reynisdóttur næringarfræðing reglulega. Hún hefur skoðað mataræði mitt og saman gerðum við ýmsar matartengdar tilraunir með góðum árangri. Matardagbókin var byrjunin, síðan birtist hér samantekt. Það leið ekki á löngu þangað til við vorum fengin til að halda fyrirlestra og segja frá. Eftir marga fyrirlestra um allt land þá var sá síðasti í vetur í Reykjavík í kvöld. Njótum sumarsins, grillum, borðum meira grænmeti og njótum lífsins. Takk fyrir okkur og við sjáumst hress í fyrirlestrum næsta vetur.

Lambahryggur með ólýsanlega góðri himneskri fyllingu

Lambahryggur með ólýsanlega góðri himneskri fyllingu. Gestabloggaraleikurinn heldur áfram. Það er komið að Helgu systurdóttur minni sem á dögunum varð Íslandsmeistari í kjötiðn, það lá því beinast við að fá hana til að elda kjöt (en ekki hvað). Helga útbeinaði lambahrygginn fimlega og bar sig fagmannlega að þessu öllu. Hryggurinn gjörsamlega bráðnaði í munni og þessi fylling, guð minn góður, hún er himnesk.