Rabarbaraperur – kjörinn eftirréttur
Hvíti hlutinn á rabarbaranum er eiginlega sá besti. Með því að sjóða hann niður og geyma kemur perukeimur af honum – ótrúlegt en satt. Þess vegna er hann af mörgum nefndur rabarbaraperur. Mjög góður eftirréttur. Hafið í huga að sjóða verður varlega. Ef þið eruð með hvíta hlutann af nýsprottnum rabarbara er nóg að setja hann í krukkur og hella sykurleginum yfir. Þykkari partar er þarf aðeins að sjóða örstutta stund, þess vegna hálfa til eina mínútu.
— RABARBARI — GRAUTAR — EFTIRRÉTTIR — PERUR —
.
Rabarbaraperur
ca 1 l rabarbaraperur (hvíti hlutinn af rabarbaranum)
3-4 b vatn
2 1/2 b sykur
1 msk vanillusykur.
Setjið í pott og látið suðuna koma upp. Snyrtið rabarbaraperurnar og setjið þær út í (ef þær eru stórar) og sjóðið í örstutta stund áður en sett er í krukkur. Eða setjið þær fínlegu partana í krukku, hellið yfir og lokið.
.
— RABARBARI — GRAUTAR — EFTIRRÉTTIR — PERUR —
.