Auglýsing
Rabarbarapæið á Hóli rabarbari pæ DANMÖRK bolungavík bolungarvík Birgitte Munck Eriksen rabarbarapæ rabbabari möndlur kanill kaka kaffimeðlæti bakað úr rabarbara lilja steingrímsdóttir birgitte
Rabarbarapæið á Hóli. Lilja er Bodynamic sálmeðferðarfræðingur og Birgitte er leirlistakona: Munck Ceramics

Rabarbarapæ á Hóli

Á meðan Lilja og Birgitte dvöldu í sumarhúsi fjölskyldu Lilju á Hóli í Bolungarvík buðu þær til veislu; Grillað hvítlaukslambalæri og rabarbarapæ með kanil og möndlum á eftir – hvorttveggja verulega gott. „Ég læri heilmikið af að skoða og leggja á minnið uppskriftir, yfirleitt tek mér þó skáldaleyfi þegar ég bý til eitthvað matarkyns, set meira af einu, minna af öðru, sleppi sumu og bæti við öðru ef mér finnst það þurfa, svona finnst mér matargerð skemmtilegust.” segir Lilja.

RABARBARIBOLUNGARVÍKÍSLENSKTDANMÖRK

Auglýsing

.

Rabarbarapæ á Hóli

U.þ.b 1,5 lítri af brytjuðum rabarbara í eldfast form, stráði yfir u.þ.b. 1 bolla af sykri, drussaði svolítið af hlynsýrópi og kanel yfir rabarbarann.
Í skál setti ég 2-3 bolla af grófu haframjöli, 2 bolla af hveiti, 1/2 bolla sykri, 70-100 g smjör, 1 tsk. maldonsalt, 1 tsk. lyftiduft og 1/2 tsk. matarsóda og hnoðaði saman með höndunum, deiginu leyfði ég að vera nokkuð lausu í sér og dreifði yfir rabarbarann. 100 gr af grófsöxuðum möndlum stráð yfir deigið og pæjan sett inní 180 gráður heitan ofninn og bökuð í um 40 mínútur. Í lokin setti ég grillið á í nokkrar mínútur til að gylla toppinn og gera möndlurnar stökkar. Það er hægt er að setja epli, plómur eða jarðarber með rabarbaranum, pekanhnetur í stað mandlna og 2-3 steytt kardimommufræ eða vanillufræ út í sykurinn sem stráð er yfir rabarbarann til að leika sér með bragðið.

Hvítlaukslambalæri á grillinu

RABARBARIBOLUNGARVÍKÍSLENSKTDANMÖRK

— RABARBARAPÆ Á HÓLI —

.