Aðalbláberjaterta

Ólöf Guðný Valdimarsdóttir Aðalbláberjaterta aðalbláber bláber ísafjörður ólöf hrákaka kaffimeðlæti einfalt fjótlegt Dagverðardalur
Aðalbláberjaterta

Aðalbláberjaterta

Ólöf Guðný Valdimarsdóttir bauð í síðdegiskaffi í fallega sumarhúsið sitt í Dagverðardal á Ísafirði. Bústin aðalbláberin voru bæði bragðgóð og prýðis skraut á kökunni góðu. Kaka/eftirréttur sem vel má mæla með.

.

ÍSAFJÖRÐURAÐALBLÁBEREFTIRRÉTTIR — BLÁBER

.

Auk aðalbláberjakökunnar góðu bauð Ólöf Guðný upp á marengstertu með berjum sem var ekki síðri

Hrákaka með aðalbláberjum

Botn
150 g malaðar möndlur
7 steinlausar döðlur
3 msk kókosmjöl
2 msk fljótandi kókosolía
1 msk Maple sýróp

Döðlurnar látnar liggja í heitu vatni um stund og síðan saxaðar örsmátt. Allt hrært saman (má setja í matvinnsluvél) og flatt með skeið í botninn á í eldföstu móti. Geymist í frysti meðan kasjúhneturjóminn er blandaður.

Bragðbættur kasjúhneturjómi
200 g kasjúhnetur
2 msk Maple sýróp
1 dl fljótandi kókosolía
1 tsk vanillusykur
Safi úr hálfri límónu
Þeyttur rjómi

Kasjúhneturnar muldar og öllu blandað saman nema rjómanum (má setja í matvinnsluvél). Kælt og þeytti rjóminn hrærður varlega saman við þangað til komið er léttur og loftkenndur kasjúhenturjómi.
Rjómablandan sett ofan á botninn og síðan aðalbláberin efst.

.

— AÐALBLÁBERJATERTA —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.