Aðalbláberjaterta

Ólöf Guðný Valdimarsdóttir Aðalbláberjaterta aðalbláber bláber ísafjörður ólöf hrákaka kaffimeðlæti einfalt fjótlegt Dagverðardalur
Aðalbláberjaterta

Aðalbláberjaterta

Ólöf Guðný Valdimarsdóttir bauð í síðdegiskaffi í fallega sumarhúsið sitt í Dagverðardal á Ísafirði. Bústin aðalbláberin voru bæði bragðgóð og prýðis skraut á kökunni góðu. Kaka/eftirréttur sem vel má mæla með.

.

ÍSAFJÖRÐURAÐALBLÁBEREFTIRRÉTTIR — BLÁBER

.

Auk aðalbláberjakökunnar góðu bauð Ólöf Guðný upp á marengstertu með berjum sem var ekki síðri

Hrákaka með aðalbláberjum

Botn
150 g malaðar möndlur
7 steinlausar döðlur
3 msk kókosmjöl
2 msk fljótandi kókosolía
1 msk Maple sýróp

Döðlurnar látnar liggja í heitu vatni um stund og síðan saxaðar örsmátt. Allt hrært saman (má setja í matvinnsluvél) og flatt með skeið í botninn á í eldföstu móti. Geymist í frysti meðan kasjúhneturjóminn er blandaður.

Bragðbættur kasjúhneturjómi
200 g kasjúhnetur
2 msk Maple sýróp
1 dl fljótandi kókosolía
1 tsk vanillusykur
Safi úr hálfri límónu
Þeyttur rjómi

Kasjúhneturnar muldar og öllu blandað saman nema rjómanum (má setja í matvinnsluvél). Kælt og þeytti rjóminn hrærður varlega saman við þangað til komið er léttur og loftkenndur kasjúhenturjómi.
Rjómablandan sett ofan á botninn og síðan aðalbláberin efst.

.

— AÐALBLÁBERJATERTA —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Steinakökur – 1. sæti í smákökusamkeppni Kornax 2015

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Steinakökur - 1. sæti í smákökusamkeppni Kornax 2015. Meðal þess sem heyrðist frá dómnefndinni var þetta: "Mikið jafnvægi í bragði, flott útlit og góð samsetning" "Ekki of sæt, gott að hafa pekanhnetur með og frágangur til fyrirmyndar"
"Góð hráefni, samsetning góð og eftirbragðið tónaði vel"
"Algjör sæla fyrir bragðlaukana. Stökkur súkkulaðibotn með "krönsí" kókostoppi. Kaka sem ég myndi baka aftur og aftur"

Blinis með kavíarþrennu

Blinis eru litlar pönnukökur (eða lummur), oft bornar fram með lauk og kavíar eða sýrðum rjóma og reyktum laxi. En fjölmargt annað má setja á blinis. Í glæsilegri veislu var boðið upp á blinis með sýrðum rjóma og bleikju-, loðnu- og grásleppuhrognum. Með þessu dreypti fólk á hvítvíni.