Auglýsing
Ólöf Guðný Valdimarsdóttir Aðalbláberjaterta aðalbláber bláber ísafjörður ólöf hrákaka kaffimeðlæti einfalt fjótlegt Dagverðardalur
Aðalbláberjaterta

Ólöf Guðný Valdimarsdóttir bauð í síðdegiskaffi í fallega sumarhúsið sitt í Dagverðardal á Ísafirði. Bústin aðalbláberin voru bæði bragðgóð og prýðis skraut á kökunni góðu. Kaka/eftirréttur sem vel má mæla með.

.

ÍSAFJÖRÐURAÐALBLÁBEREFTIRRÉTTIR — BLÁBER

.

Auk aðalbláberjakökunnar góðu bauð Ólöf Guðný upp á marengstertu með berjum sem var ekki síðri

Hrákaka með aðalbláberjum

Botn
150 g malaðar möndlur
7 steinlausar döðlur
3 msk kókosmjöl
2 msk fljótandi kókosolía
1 msk Maple sýróp

Döðlurnar látnar liggja í heitu vatni um stund og síðan saxaðar örsmátt. Allt hrært saman (má setja í matvinnsluvél) og flatt með skeið í botninn á í eldföstu móti. Geymist í frysti meðan kasjúhneturjóminn er blandaður.

Bragðbættur kasjúhneturjómi
200 g kasjúhnetur
2 msk Maple sýróp
1 dl fljótandi kókosolía
1 tsk vanillusykur
Safi úr hálfri límónu
Þeyttur rjómi

Kasjúhneturnar muldar og öllu blandað saman nema rjómanum (má setja í matvinnsluvél). Kælt og þeytti rjóminn hrærður varlega saman við þangað til komið er léttur og loftkenndur kasjúhenturjómi.
Rjómablandan sett ofan á botninn og síðan aðalbláberin efst.

.

— AÐALBLÁBERJATERTA —

.

Auglýsing