Aðalbláberjaterta

Ólöf Guðný Valdimarsdóttir Aðalbláberjaterta aðalbláber bláber ísafjörður ólöf hrákaka kaffimeðlæti einfalt fjótlegt Dagverðardalur
Aðalbláberjaterta

Aðalbláberjaterta

Ólöf Guðný Valdimarsdóttir bauð í síðdegiskaffi í fallega sumarhúsið sitt í Dagverðardal á Ísafirði. Bústin aðalbláberin voru bæði bragðgóð og prýðis skraut á kökunni góðu. Kaka/eftirréttur sem vel má mæla með.

.

ÍSAFJÖRÐURAÐALBLÁBEREFTIRRÉTTIR — BLÁBER

.

Auk aðalbláberjakökunnar góðu bauð Ólöf Guðný upp á marengstertu með berjum sem var ekki síðri

Hrákaka með aðalbláberjum

Botn
150 g malaðar möndlur
7 steinlausar döðlur
3 msk kókosmjöl
2 msk fljótandi kókosolía
1 msk Maple sýróp

Döðlurnar látnar liggja í heitu vatni um stund og síðan saxaðar örsmátt. Allt hrært saman (má setja í matvinnsluvél) og flatt með skeið í botninn á í eldföstu móti. Geymist í frysti meðan kasjúhneturjóminn er blandaður.

Bragðbættur kasjúhneturjómi
200 g kasjúhnetur
2 msk Maple sýróp
1 dl fljótandi kókosolía
1 tsk vanillusykur
Safi úr hálfri límónu
Þeyttur rjómi

Kasjúhneturnar muldar og öllu blandað saman nema rjómanum (má setja í matvinnsluvél). Kælt og þeytti rjóminn hrærður varlega saman við þangað til komið er léttur og loftkenndur kasjúhenturjómi.
Rjómablandan sett ofan á botninn og síðan aðalbláberin efst.

.

— AÐALBLÁBERJATERTA —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Rúsínubollur – mjúkar og góðar

Rúsínubollur - mjúkar og góðar. Fátt jafnast á við mjúkar gerbollur nýkomnar úr ofninum. Í morgunverðarhlaðborði hjá Halldóru systur minni voru þessar rjúkandi bollur sem brögðuðust einstaklega vel.

Brúskettur með tómat og basil

Brúskettur með tómat og basil. Sigurlaug Margrét Jónasdóttir hélt matarboð á dögunum, hún er gestgjafi af guðs náð. Ekki aðeins er hún snilldarkokkur, heldur verður andrúmsloftið létt og frjálslegt í kringum hana, þar sem allt virðist auðvelt og flest verður tilefni húmors og gjallandi hláturs.

Jarðarberjaostaterta

Jarðarberjaostaterta. Fengum óvænt gesti með stuttum fyrirvara og ekkert til með kaffinu. Þá þarf að bretta upp ermar. Það tekur 12 mín. að baka botninn fyrir jarðarberjaostatertuna og skemmri tíma að útbúa fyllinguna. Til að flýta enn fyrir mér setti ég botninn inn í frysti skömmu eftir að hann kom úr ofninum.

Truflaðar súkkulaði- og kaffitrufflur

Truflaðar súkkulaði- og kaffitrufflur. Fátt er betra sem lítill munnbiti með góðum kaffisopa en góðar alvöru trufflur. Vandamálið er kannski það að góðar trufflur eru svo góðar að ein truffla endar oftast í fimm, tíu eða fimmtán....