Vestfirzkur kræklingur

Vestfirzkur kræklingur ísafjörður bláskel skel elísabet gunnarsdóttir dýrafjörður faktorshús hæstikaupstaður
Vestfirzkur kræklingur

Vestfirzkur kræklingur

Gestir Faktorshússins í Hæstakaupstað á Ísafirði muna eftir kræklingaréttinum sem sló rækilega í gegn sumarið 2012. Elísabet Gunnarsdóttir rak það sumar vinsælan matsölustað í Faktorshúsinu, ásamt fjölskyldu og vinum þar sem tónlistin var alltaf nærri. Kræklingurinn sem var eldaður í Faktorshúsinu kom af Ströndum en þessi væni kræklingur var tíndur sama dag í Dýrafirði.

KRÆKLINGURÍSAFJÖRÐURFISKRÉTTIRDÝRAFJÖRÐUR

.

Stemnningsmyndir frá Faktorshúsinu

Vestfirzkur kræklingur

1 kg ferskur kræklingur
3 hvítlauksrif
2 stórir laukar
6 gulrætur
púrrulaukur
2 rauðar paprika
Hálfur hvítkálshaus (lítill)
6 sveppir (þunnt sneiddir)
1-2 tsk. nýmalaður svartur pipar
Sólblómaolía til steikingar

Grænmetið skorið smátt og steikt í réttri röð í víðum potti
Kræklingnum bætt við í pottinn
250 ml. af vatni hellt yfir og einu glasi af Gewürztraminer hvítvíni

Þegar suðan er komin upp og kræklingurinn hefur opnað sig er fínt skorinni steinselju stráð yfir

Karrýsósa:
Einn hluti mæjónes
Tveir hlutar sýrður rjómi (10%)
Smátt skorinn hvítlaukur
Karrý, eftir smekk

Borið fram með hvítu brauði, skál af fínt skorinni steinselju, karrýsósu og Gewürztraminer
Sósuna má nota á brauðið eða bæta teskeið við í súpuna.

Í Faktorshúsinu

.

— VESTFIRZKUR KRÆKLINGUR —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.