Vestfirzkur kræklingur

Vestfirzkur kræklingur ísafjörður bláskel skel elísabet gunnarsdóttir dýrafjörður faktorshús hæstikaupstaður
Vestfirzkur kræklingur

Vestfirzkur kræklingur

Gestir Faktorshússins í Hæstakaupstað á Ísafirði muna eftir kræklingaréttinum sem sló rækilega í gegn sumarið 2012. Elísabet Gunnarsdóttir rak það sumar vinsælan matsölustað í Faktorshúsinu, ásamt fjölskyldu og vinum þar sem tónlistin var alltaf nærri. Kræklingurinn sem var eldaður í Faktorshúsinu kom af Ströndum en þessi væni kræklingur var tíndur sama dag í Dýrafirði.

KRÆKLINGURÍSAFJÖRÐURFISKRÉTTIRDÝRAFJÖRÐUR

.

Stemnningsmyndir frá Faktorshúsinu

Vestfirzkur kræklingur

1 kg ferskur kræklingur
3 hvítlauksrif
2 stórir laukar
6 gulrætur
púrrulaukur
2 rauðar paprika
Hálfur hvítkálshaus (lítill)
6 sveppir (þunnt sneiddir)
1-2 tsk. nýmalaður svartur pipar
Sólblómaolía til steikingar

Grænmetið skorið smátt og steikt í réttri röð í víðum potti
Kræklingnum bætt við í pottinn
250 ml. af vatni hellt yfir og einu glasi af Gewürztraminer hvítvíni

Þegar suðan er komin upp og kræklingurinn hefur opnað sig er fínt skorinni steinselju stráð yfir

Karrýsósa:
Einn hluti mæjónes
Tveir hlutar sýrður rjómi (10%)
Smátt skorinn hvítlaukur
Karrý, eftir smekk

Borið fram með hvítu brauði, skál af fínt skorinni steinselju, karrýsósu og Gewürztraminer
Sósuna má nota á brauðið eða bæta teskeið við í súpuna.

Í Faktorshúsinu

.

— VESTFIRZKUR KRÆKLINGUR —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Matarklúbburinn Flottræfilsfélagið heldur glæsiveislu

Matarklúbburinn Flottræfilsfélagið heldur glæsiveislu. Á Gestgjafaárum mínum fannst mér skemmtilegast að fara í matarboð og skrifa um þau. Eitt af eftirminnilegri matarboðum var hjá nýlega stofnuðum strákamatarklúbbi sem kallaði sig Flottræfilsfélagið, gáskafullir ungir menn sem létu greinilega allt flakka þegar þeir hittust. Auk þess að hittast til skiptis hver hjá öðrum fara þeir stundum út að borða saman og smakka vín og annað skemmtilegt. Orri Huginn er leiðtogi hópsins þegar kemur að því að finna uppskriftir og prófa. Hann tók vel í að kalla piltana saman og halda enn eitt glæsimatarboðið og Bragi tók myndirnar.