Hafraklattar – höfðinglegt kaffimeðlæti

Ingunn Benediktsdóttir glerlistakona og Högni Óskarsson geðlæknir kaffiboð hafraklattar haframjölskökur smákökur hafrakökur vegan sólber
Ingunn Benediktsdóttir og Högni Óskarsson við veisluborðið. Á bakkanum vinstra megin eru hrísgrjónabrauð með kindakæfu og gulrótabrauð með reyktri bleikju. Hægra megin eru hafraklattarnir góðu.

Hafraklattar – höfðinglegt kaffimeðlæti

Hjónin Högni Óskarsson, geðlæknir og Ingunn Benediktsdóttir, glerlistakona eru sannkallaðir fagurkerar. Hver hlutur er greinilega valinn af kostgæfni og engu er ofaukið. En fyrst og fremst er sérlega gaman að spjalla við þau, þau hafa ferðast mikið og búið víða, eru víðsýn, lifandi og áhugasöm um allt og alla. Þegar ég hitti þau í góða veðrinu á Austurlandi í sumar grínuðust þau með að Högni færi að bara baka hafraklatta þegar hann hætti að vinna. Högni er reyndar alls ekki hættur að vinna, en bakaði fyrir okkur hafraklatta og þeir eru afar ljúffengir og vegan útgáfan alls ekki síðri.

🍓

HAFRAMJÖLSMÁKÖKURKINDAKÆFAKAFFIBOЖ — KAFFIMEÐLÆTI — BRAUÐTERTUR — MARENGS — TERTUR — — DÖÐLUTERTUR — SÚKKULAÐITERTUR

🍓

Hafraklattar

Hafraklattar

1/3 b hunang
1/4 b kókosolía eða smjör
1 egg
1 tsk vanilla
1 b haframjöl
1/2 b hveiti
1 tsk lyftiduft
1 tsk kanill
1/4 tsk salt
1/4 b saxað súkkulaði
1/4 b rúsínur.

Blandið öllu vel saman, setjið með skeið á bökunarpappírsklædda plötu og bakið við 175°C í um 10 mín.

Hafraklattar – vegan

1 1/3 b haframjöl
1/3 b hveiti
1/3 tsk salt
1/4 tsk lyftiduft
1/4 tsk matarsódi
1 tsk kanill
1 tsk vanilla
6 msk mjúkt smjörlíki
3/4 b púðursykur
1 b kókosmjöl
3/4 b rúsínur
1/3 b möluð hörfræ

1/2 b sólber

Blandið öllu, nema sólberjunum, vel saman, setjið með skeið á bökunarpappírsklædda plötu. Stingið sólberjunum ofan í og bakið við 175°C í um 10 mín.

Hrísgrjónabrauð með kindakæfu og gulrótabrauð með reyktri bleikju
Hafraklattar

🍓

HAFRAMJÖLSMÁKÖKURKAFFIBOÐ — KAFFIMEÐLÆTI — BRAUÐTERTUR — MARENGS — TERTUR — — DÖÐLUTERTUR — SÚKKULAÐITERTUR

— HÖFÐINGLEGIR HAFRAKLATTAR —

🍓

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Tómatsalsa

Tomatar

Tómatsalsa. Salsa mun vera sósa á spænsku. það er eins með tómatsalsa og margt annað - er til í óteljandi afbrigðum. Þessi uppskrift er upphaflega frá Ítalíu. Tómatsalsa er best að setja ofan á niðurskorið baguette (helst súrdeigs og má í raun vera hvaða afgangs súrdeigs hveitibrauð sem er) sem er búið að strjúka með hvítlauk (hverja sneið, best að setja á kantana), létt olíubera og grilla á sitt hvorri hliðinni þar til það er orðið gullið

Kaupfélagsbarinn í Neskaupstað

HotelHildibrand

Kaupfélagsbarinn í Neskaupstað. Á Hildibrand hótelinu í Neskaupstað er veitingastaðurinn Kaupfélagsbarinn sem er með þeim bestu á landsbyggðinni. Gamla kaupfélagshúsinu á staðnum var breytt í hótel og á jarðhæðinni er Kaupfélagsbarinn. Hönnunin er til fyrirmyndar og á veggjum minnir eitt og annað á blómatíma Sambandsins. Við fengum okkur blandaða fiskrétti og skyrmús og ís á eftir. Satt best að segja urðum við orðlaus yfir matnum, svo góður var hann. Á meðan við nutum matarins kom Hákon hótelstjóri með fangið fullt af nýuppteknu grænmeti sem hann ræktar sjálfur fyrir veitingastaðinn. Stórfínn veitingastaður sem vel má mæla með.