Auglýsing
Ingunn Benediktsdóttir glerlistakona og Högni Óskarsson geðlæknir kaffiboð hafraklattar haframjölskökur smákökur hafrakökur vegan sólber
Ingunn Benediktsdóttir og Högni Óskarsson við veisluborðið. Á bakkanum vinstra megin eru hrísgrjónabrauð með kindakæfu og gulrótabrauð með reyktri bleikju. Hægra megin eru hafraklattarnir góðu.

Hafraklattar – höfðinglegt kaffimeðlæti

Hjónin Högni Óskarsson, geðlæknir og Ingunn Benediktsdóttir, glerlistakona eru sannkallaðir fagurkerar. Hver hlutur er greinilega valinn af kostgæfni og engu er ofaukið. En fyrst og fremst er sérlega gaman að spjalla við þau, þau hafa ferðast mikið og búið víða, eru víðsýn, lifandi og áhugasöm um allt og alla. Þegar ég hitti þau í góða veðrinu á Austurlandi í sumar grínuðust þau með að Högni færi að bara baka hafraklatta þegar hann hætti að vinna. Högni er reyndar alls ekki hættur að vinna, en bakaði fyrir okkur hafraklatta og þeir eru afar ljúffengir og vegan útgáfan alls ekki síðri.

🍓

HAFRAMJÖLSMÁKÖKURKINDAKÆFAKAFFIBOЖ — KAFFIMEÐLÆTI — BRAUÐTERTUR — MARENGS — TERTUR — — DÖÐLUTERTUR — SÚKKULAÐITERTUR

🍓

Hafraklattar

Hafraklattar

1/3 b hunang
1/4 b kókosolía eða smjör
1 egg
1 tsk vanilla
1 b haframjöl
1/2 b hveiti
1 tsk lyftiduft
1 tsk kanill
1/4 tsk salt
1/4 b saxað súkkulaði
1/4 b rúsínur.

Blandið öllu vel saman, setjið með skeið á bökunarpappírsklædda plötu og bakið við 175°C í um 10 mín.

Hafraklattar – vegan

1 1/3 b haframjöl
1/3 b hveiti
1/3 tsk salt
1/4 tsk lyftiduft
1/4 tsk matarsódi
1 tsk kanill
1 tsk vanilla
6 msk mjúkt smjörlíki
3/4 b púðursykur
1 b kókosmjöl
3/4 b rúsínur
1/3 b möluð hörfræ

1/2 b sólber

Blandið öllu, nema sólberjunum, vel saman, setjið með skeið á bökunarpappírsklædda plötu. Stingið sólberjunum ofan í og bakið við 175°C í um 10 mín.

Hrísgrjónabrauð með kindakæfu og gulrótabrauð með reyktri bleikju
Hafraklattar

🍓

HAFRAMJÖLSMÁKÖKURKAFFIBOÐ — KAFFIMEÐLÆTI — BRAUÐTERTUR — MARENGS — TERTUR — — DÖÐLUTERTUR — SÚKKULAÐITERTUR

— HÖFÐINGLEGIR HAFRAKLATTAR —

🍓

Auglýsing