Steiktur saltfiskur, múffur og tertur
Karlarnir í Hampiðjunni á Ísafirði eru ótrúlega duglegir að pósta myndum á fasbókina og fá gríðarlega mikil viðbrögð. Það er verulega hressandi að heimsækja þá í matar- og kaffitímum – þarna er allt látið flakka og hláturinn berst út á hlað og jafnvel lengra. Þeir grínast með að þegar fólk er tekið í atvinnuviðtöl er ekki spurt um meðmæli heldur hvernig meðlæti fólk sé best í.
— ÞORSTEINN ÞRÁINSSON — SALTFISKUR — MÚFFUR — TERTUR — ÍSAFJÖRÐUR — FASBÓK —
.
Einn af mörgum öflugum í Hampiðjunni er Þorsteinn F Þráinsson, Steini í Muurikka. Hann sá um hádegismatinn, þegar ég bauð mér í heimsókn, sem var steiktur kryddleginn saltfiskur á stórri opinni Muurikka pönnu. Fyrst lá fiskurinn í Gyros marineringu, síðan steiktur á báðum hliðum á pönnunni, sett yfir pitsasósa, ólífur og kóríander.
Muurikka panna og brennari
Múffur með eplum og haframjöli
2 bollar haframjöl
1 boll AB mjólk
2 bolli hveiti
2/3 -1 bolli púðursykur
2 egg
1 stk salt
1 tsk kanill
1 tsk matarsódi kúfuð skeið
1 tsk lyfiduft kúfuð skeið
1/3 glas af vanilludropum
1/2 bolli matarolía eða smjör ég notaði olíu
2 epli eða perur
Öllu blandað saman í hrævél nema eplunum
þau voru skorin í bita og blandað saman við í restina
Deigið látið standa í 1 klst við eldhúshita til að leyfa lyftiduftinu og
matarsódanum að vinna.
Skraut: tröllahafrar
púðursykurs crunsh:
blandið saman 2 msk af bræddur smöri og 2 msk af púðursykri
stráði tröllahöfrunum yfir múffurnar og svo nokkra dropa af púðursykurleginum
þar ofaná.
— SALTFISKUR — MÚFFUR — TERTUR — ÍSAFJÖRÐUR — FASBÓK —
Muurikka panna og brennari