Steiktur saltfiskur, múffur og tertur

Þorsteinn f þráinsson ÞORSTEINN þráinsson Guðmann Guðundsson, Arnaldur Sævarsson, Höskuldur Bragason, Snorri Sigurhjartarson og Gunnar Arnórsson Michael Ziese frá Þýskalandi, Marko Jurica frá Króatíu og Rubiera Rapaso Alejandro frá Spáni Steiktur saltfiskur muurikka stór panna útipanna útieldhús muffins múffur tertur kókosbollur epli ísafjörður
Steiktur saltfiskur

Steiktur saltfiskur, múffur og tertur

Karlarnir í Hampiðjunni á Ísafirði eru ótrúlega duglegir að pósta myndum á fasbókina og fá gríðarlega mikil viðbrögð. Það er verulega hressandi að heimsækja þá í matar- og kaffitímum – þarna er allt látið flakka og hláturinn berst út á hlað og jafnvel lengra. Þeir grínast með að þegar fólk er tekið í atvinnuviðtöl er ekki spurt um meðmæli heldur hvernig meðlæti fólk sé best í.

ÞORSTEINN ÞRÁINSSONSALTFISKURMÚFFURTERTURÍSAFJÖRÐURFASBÓK

.

Steini steikir saltfiskinn á Muurikka pönnunni

Einn af mörgum öflugum í Hampiðjunni er Þorsteinn F Þráinsson, Steini í Muurikka. Hann sá um hádegismatinn, þegar ég bauð mér í heimsókn, sem var steiktur kryddleginn saltfiskur á stórri opinni Muurikka pönnu. Fyrst lá fiskurinn í Gyros marineringu, síðan steiktur á báðum hliðum á pönnunni, sett yfir pitsasósa, ólífur og kóríander.

Muurikka panna og brennari

Múffur með eplum og haframjöli

Múffur með eplum og haframjöli

2 bollar haframjöl
1 boll AB mjólk
2 bolli hveiti
2/3 -1 bolli púðursykur
2 egg
1 stk salt
1 tsk kanill
1 tsk matarsódi kúfuð skeið
1 tsk lyfiduft kúfuð skeið
1/3 glas af vanilludropum
1/2 bolli matarolía eða smjör ég notaði olíu
2 epli eða perur

Öllu blandað saman í hrævél nema eplunum
þau voru skorin í bita og blandað saman við í restina
Deigið látið standa í 1 klst við eldhúshita til að leyfa lyftiduftinu og
matarsódanum að vinna.

Skraut: tröllahafrar
púðursykurs crunsh:
blandið saman 2 msk af bræddur smöri og 2 msk af púðursykri
stráði tröllahöfrunum yfir múffurnar og svo nokkra dropa af púðursykurleginum
þar ofaná.

Marengsterta með rjóma, bræddu Mars súkkulaði og kókosbollum
Starfsmennirnir koma víða að. Michael Ziese frá Þýskalandi, Marko Jurica frá Króatíu og Rubiera Rapaso Alejandro frá Spáni
F.v. Guðmann Guðundsson, Arnaldur Sævarsson, Höskuldur Bragason, Snorri Sigurhjartarson og Gunnar Arnórsson

SALTFISKURMÚFFURTERTURÍSAFJÖRÐURFASBÓK

Muurikka panna og brennari

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Sænskar semlor

semlur

Sænskar semlor. Svíar byrja öllu fyrr að baka bolludagsbollur en við. Fljótlega upp úr áramótum fara að sjást semlor í bakaríum. Kannski er alveg ástæðulaust að tengja bollur við ákveðinn dag, einu sinni á ári. Sænskar semlur eru afar ljúffengar og runnu vel niður í maga okkar í síðustu ferð til Svíþjóðar.

Pourquoi-Pas? – Jean-Baptiste Charcot og stytta Einars Jónssonar

Pourquoi-Pas? - Jean-Baptiste Charcot og stytta Einars Jónssonar. Í september árið 1936 fórst franska rannsóknarskipið Porquoi-Pas? við Straumfjörð á Mýrum. Fjörtíu manns voru í áhöfn skipsins en aðeins einn komst lífs af, Eugène Gonidec að nafni. Á Fáskrúðsfirði er styttan Í minningu skiptapa dr. Charcots eftir Einar Jónsson sem hann gerði skömmu eftir að Poruquoi-Pas? fórst.

Hnetubaka

HnetubakaTertur

Hnetubaka. Halldóra systir mín bauð Sætabrauðsdrengjunum í kaffi og með því. Eins og þeir sem hana þekkja vita hefur hún mjög lítið fyrir því að slá í eina og eina tertu eða annað matarkyns. Baka með salthnetum bragðast mjög vel og var borðuð upp til agna eins og annað sem fyrir þá drengi var borið

Tómatsalsa

Tomatar

Tómatsalsa. Salsa mun vera sósa á spænsku. það er eins með tómatsalsa og margt annað - er til í óteljandi afbrigðum. Þessi uppskrift er upphaflega frá Ítalíu. Tómatsalsa er best að setja ofan á niðurskorið baguette (helst súrdeigs og má í raun vera hvaða afgangs súrdeigs hveitibrauð sem er) sem er búið að strjúka með hvítlauk (hverja sneið, best að setja á kantana), létt olíubera og grilla á sitt hvorri hliðinni þar til það er orðið gullið