Kurteisi – gleymd dyggð?

Kurteisi - gleymd dyggð? vísir 1966 r. k. tímarit.is
Kurteisi – gleymd dyggð? Vísir apríl 1966

Kurteisi – gleymd dyggð?

Maður gæti næstum haldið, að kurteisi sé að verða gleymd dyggð þorra fólks, einkum unga fólksins, sem að því er virðist hefir skort leiðbeiningar í uppeldi sínu um almenna kurteisi.
Á ég hér ekki við unglingaskríl, sem gengur æpandi um götur og hegðar sér yfirleitt illa, það væri kapituli fyrir sig, að taka slíkt til meðferðar, heldur ungt fólk við afgreiðslu í búðum t.d., skrifstofum og jafnvel bönkum. Er það í rauninni engin furða, að öllum þessum stofnunum finnist innan um ókurteist fólk, þar sem það kemur víst flest lítt þjálfað í umgengni í stofnanirnar. Þó veit ég, að margar stofnanir leggja áherzlu á, að brýna kurteisi fyrir starfsfólkinu, en það eitt dugar ekki, þess er áræðanlega mikil þörf, að því sé sinnt meira og betur, að þjálfa allt afgreiðslufólk til starfa.
Taka vil ég fram, að margt afgreiðslufólk er vel kurteist – en það verður að gera þær kröfur að allt afgreiðslufólk fullnægi sömu kröfum og erlendis eru gerðar til fólks sömu stétta.

Það eru tvær hliðar á hverju máli. Hinu má ekki heldur gleyma. Og hún er sú, að sá, sem ekki er kurteis sjálfur, hefir engan rétt til að krefjast kurteisi af öðrum. Og tekið hefi ég eftir að kurteist fólk mætir jafnan kurteisara viðmóti en ókurteist og mættu þeir hafa það í huga sem vekja andúð með merkilegheitum og rembingi. R. K.

Vísir 29. apríl 1966

KURTEISI/BORÐSIÐIRGÖMUL RÁÐ

.

— KURTEISI – GLEYMD DYGGÐ ?

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Túrmerikheilsudrykkur Þóru

Túrmerikheilsudrykkur Þóru

Túrmerikheilsudrykkur Þóru. Eins og hundrað og eitthvað sinnum hefur komið fram skiptumst við á að koma með hressingu með tíukaffinu á föstudögum í vinnunni. Þóra sló heldur betur í gegn með tveimur tegundum af brauðmeti og þessum undurgóða heilsudrykk

SaveSave

Matarborgin París – ýmsar gagnlegar upplýsingar

Matarborgin París. Fátt jafnast á við að teyga vorið í París, ganga milli matarmarkaða, veitingastaða og kaffihúsa og njóta þess besta sem matarborgin mikla býður uppá. Almenningsgarðar draga líka að sér sumarlega klætt fólk sem situr í aflappað í grasinu með nesti. París er engu lík, oft nefnd borg elskenda.