Steiktur saltfiskur, múffur og tertur

Þorsteinn f þráinsson ÞORSTEINN þráinsson Guðmann Guðundsson, Arnaldur Sævarsson, Höskuldur Bragason, Snorri Sigurhjartarson og Gunnar Arnórsson Michael Ziese frá Þýskalandi, Marko Jurica frá Króatíu og Rubiera Rapaso Alejandro frá Spáni Steiktur saltfiskur muurikka stór panna útipanna útieldhús muffins múffur tertur kókosbollur epli ísafjörður
Steiktur saltfiskur

Steiktur saltfiskur, múffur og tertur

Karlarnir í Hampiðjunni á Ísafirði eru ótrúlega duglegir að pósta myndum á fasbókina og fá gríðarlega mikil viðbrögð. Það er verulega hressandi að heimsækja þá í matar- og kaffitímum – þarna er allt látið flakka og hláturinn berst út á hlað og jafnvel lengra. Þeir grínast með að þegar fólk er tekið í atvinnuviðtöl er ekki spurt um meðmæli heldur hvernig meðlæti fólk sé best í.

ÞORSTEINN ÞRÁINSSONSALTFISKURMÚFFURTERTURÍSAFJÖRÐURFASBÓK

.

Steini steikir saltfiskinn á Muurikka pönnunni

Einn af mörgum öflugum í Hampiðjunni er Þorsteinn F Þráinsson, Steini í Muurikka. Hann sá um hádegismatinn, þegar ég bauð mér í heimsókn, sem var steiktur kryddleginn saltfiskur á stórri opinni Muurikka pönnu. Fyrst lá fiskurinn í Gyros marineringu, síðan steiktur á báðum hliðum á pönnunni, sett yfir pitsasósa, ólífur og kóríander.

Muurikka panna og brennari

Múffur með eplum og haframjöli

Múffur með eplum og haframjöli

2 bollar haframjöl
1 boll AB mjólk
2 bolli hveiti
2/3 -1 bolli púðursykur
2 egg
1 stk salt
1 tsk kanill
1 tsk matarsódi kúfuð skeið
1 tsk lyfiduft kúfuð skeið
1/3 glas af vanilludropum
1/2 bolli matarolía eða smjör ég notaði olíu
2 epli eða perur

Öllu blandað saman í hrævél nema eplunum
þau voru skorin í bita og blandað saman við í restina
Deigið látið standa í 1 klst við eldhúshita til að leyfa lyftiduftinu og
matarsódanum að vinna.

Skraut: tröllahafrar
púðursykurs crunsh:
blandið saman 2 msk af bræddur smöri og 2 msk af púðursykri
stráði tröllahöfrunum yfir múffurnar og svo nokkra dropa af púðursykurleginum
þar ofaná.

Marengsterta með rjóma, bræddu Mars súkkulaði og kókosbollum
Starfsmennirnir koma víða að. Michael Ziese frá Þýskalandi, Marko Jurica frá Króatíu og Rubiera Rapaso Alejandro frá Spáni
F.v. Guðmann Guðundsson, Arnaldur Sævarsson, Höskuldur Bragason, Snorri Sigurhjartarson og Gunnar Arnórsson

SALTFISKURMÚFFURTERTURÍSAFJÖRÐURFASBÓK

Muurikka panna og brennari

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Fíkjusalat með portvíni

Fikjusalat

Fíkjusalat með portvíni. Er alveg að missa mig í Downton Abbey uppskriftum. Í þáttunum er þetta fíkjusalat milliréttur. Dressinguna á að sjóða niður svo hún minni á síróp, ekki samt þykkt síróp. Dressingin stífnar í ísskápnum. Fíkjurnar verða næstum því óbærilega góðar, sjálfur gerði ég mér margar ferðir í ísskápinn til að „athuga hvort ekki væri allt í lagi"....

Þrjár bestu smákökurnar árið 2016

Vinningssmákökur2016

Þrjár bestu smákökurnar árið 2016. Þessar þrjár komust á verðlaunapall í smákökusamkeppni Kornax í ár. Hver annari betri. Það er skemmtileg hefð að baka fyrir jólin, höldum því áfram. Bökum á aðventunni :)

Pulled pork

Pulled Pork

Pulled pork. Kjartan Örn, sá hinn sami og galdraði fram vinsælt lambalæri hér um árið, á heiðurinn af pullok pork-inu. Hann segir er að þetta sé fyrir marga ögrun í grillmennskunni og að þrátt fyrir langan undirbúning sé þetta einföld matreiðsla.

Biscotti Fríðu Bjarkar

biscotti

Biscotti Fríðu Bjarkar. Nafnið biscotti er upprunalega úr latínu og þýðir „bakað tvisvar“ en það er einmitt raunin með þessar kökur. Fríða Björk bakar undurgott ítalskt biscotti með anís fyrir hver jól og gefur vinum og vandamönnum. Fátt er betra en gott biscotti til að dýfa í kaffið.