Gamaldags hafrakex

Hafrakexkökur standa alltaf fyrir sínu

HAFRAKEXBAKSTURKÖKURKLÚBBARÉTTIRBRAUÐKEX

.

Hafrakexkökur á leið í ofninn

GAMALDAGS HAFRAKEX

4 b haframjöl
2 b hveiti
1 b sykur
2 tsk lyftiduft
½ tsk matarsódi
½ tsk hjartarsalt
250 g smjör við stofuhita
1 b mjólk

Hrærið þurrefnin saman í skál. Blandið smjöri saman við, hnoðið og bætið mjólk út í smám saman. Deigið á að loða vel saman, en ekki að klessast á hendurnar.

Fletjið deigið út, sparið ekki hveiti á borðið. Skerið út kökur með bolla eða glasi. Stingið vel með gaffli. Bakið við 200°C með undir- og yfirhita u.þ.b. 13 mín., eða þar til kexið hefur fengið fallegan lit.

.

HAFRAKEXBAKSTURKÖKURKLÚBBARÉTTIRBRAUÐKEX

GAMALDAGS HAFRAKEX

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Kúrbítsbrauð

Kúrbítsbrauð

Kúrbítsbrauð. Nú er ég farinn að nota heilhveiti mun meira en áður, stundum með venjulegu hveiti en oftast  ekki. Þó líkami okkar sé næstum því fullkominn þá ræður hann ekki við að melta heil hörfræ. Best finnst mér að mala þau í kaffikvörninni, matvinnsluvélar vinna illa á þeim.