Folaldalund með trufflubernaise

Folaldalund með smjörkryddi Máney Rán björnsdóttir trufflusveppir LÁGKOLVETNA trufflubernaise helga hermannsdóttir björn jónsson jón ingi björnsson folaldasteik trufflur bernaise trufflubernaise lágkolvetna eftirréttur súkkulaðimús egilsstaðir
Helga Hermannsdóttir og Björn Jónsson.

Folaldalund með trufflubernaise

Á Egilsstöðum búa Helga og Björn með börnum sínum Jóni Inga og Máneyju Rán. Helga er flink í eldhúsinu eins og hún á kyn til, steikti folaldalund var með lágkolvetna súkkulaðimús á eftir. Allt mjög gott.

.

HELGA HERMANNSFOLALDAKJÖTKJÖTTRUFFLURBERNAISEEFTIRRÉTTIRLÁGKOLVETNASÚKKULAÐIMÚSEGILSSTAÐIRTRUFFLUSVEPPIR

.

Folaldalund með smjörkryddi og trufflubernaise

Folaldalund krydduð með smjörkryddi

smjör (gerir allt betra)
kryddblanda (salt og pipar, villibráðakrydd, rósmarín, timjan og kryddblanda Lilju með birkilaufi, blóðbergi, kúalubba og lerkisvepp)
ristaðar furuhnetur
rósmarín

Kjötið er tekið úr kæli 3 tímum áður en það er eldað kryddblöndunni hnoðað saman við smjör sem að er við stofuhita smjörið er sett ofan á steikina ristuðu hneturnar og rósmarínið sett ofan á smjörið
steikin er sett inn í ofn á 180 tekin út við 50 gráður og leyft að hvíla
set hana svo aftur inn á 200 í 10 mín eða uppi það hitastig sem að þið viljið ég læt steikin alltaf hvíla aðeins eftir eldun.

Trufflubernes

Ég geri alltaf NÓG af bernes en venjulega miðar maður við 2 egg á mann
8 eggjarauður
500 gr smjör
ein msk bernaise essens
estragon eftir smekk
salt
trufluolía (ca 3 msk)

Glerskál er sett yfir pott með vatni í (vatnsbað).
Eggjarauðurnar settar í skálina, smjörið brætt í örbylgju (slekk annað slagið á örbylgjuofninum þannig að það verði ekki of heitt).
Ég byrja á því að þeyta aðeins rauðurnar og kveikja þá undir á sirka 6
svo bæti ég við essensinu og næst smjörinu.
Þegar að smjörið fer ofan í þarf að passa að það sé ekki of heitt
smjörinu er hellt ofan í í mjórri bunu á meðan maður þeytir
næst er að setja salt, estragon og truffluolíu

Steiktir sveppir með sukrin gold sírópi

sveppirnir eru steiktir upp úr smjöri og Good good sírópi

Eldað grænmeti með sauðaost
Piccolo tómatar
kúrbítur
paprika
rauðlaukur
ólífuolía
sauðaostur
salt,pipar og rótargrænmetis blandan frá kryddhúsinu

Skorið gróft niður og sett í eldfast mót.
Ólífuolían sett yfir og kryddin.
Þegar að þetta er að verða tilbúið fer aðeins eftir smekk (ég vill helst að þetta sé að byrja að brenna aðeins), tekur maður þetta út setur sauðaostinn yfir og svo inn aftur i 5 mín.

.

Jón Ingi með lákolvetna súkkulaðimús
Lákolvetna súkkulaðimús

Lákolvetna súkkulaðimús

good good súkkulaðismyrja 5 msk
rjómi 120 gr léttþeyttur rjómi
smjör 100 gr
sætu dropar Nivks steviu carmel 8- 10 dropar
grísk jógúrt 300 gr
eggjarauður 2

good good jarðaberjasulta
cavalier súkkulaði
ristaðar pekanhnetur
(þessi uppskrift er í 5 – 6 glös )

Súkkulaðið og smjörið er brætt saman í potti á mjög lágum hita og hrært í á meðan eggjarauðunum bættt úti og hrært saman gríska jógúrtin og létt þeytti rjómin fara saman í skál og svo er súkkulaði blöndunni helt í og þeytt aðeins saman.

Næst setur maður músina í það ílát sem að það á að vera í og inní ískáp í 3 tíma (má vera deginum áður).

Þegar að þetta er orðið stíft tekur maður ristaðar pekanhnetur milur ofan á þeytir rjóma saman við smá sultu og sprautar honum yfir og annað hvort rífur súkkulaði yfir og skreytir með berjum eða stingur nokkrum bitum í.

.

HELGA HERMANNSFOLALDAKJÖTKJÖTTRUFFLURBERNAISEEFTIRRÉTTIRLÁGKOLVETNASÚKKULAÐIMÚSEGILSSTAÐIRTRUFFLUSVEPPIR

FOLALDALUND OG TRUFFLUBERNAISE

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.