Grænbaunamauk

*Grænbaunamauk: Frosnar grænar baunir og hitaðar í örlitlu vatni ásamt msk af smjöri. Maukið vel. grænar baunir
Grænbaunamauk

Grænbaunamauk

Meðlæti úr frosnum grænum baunum er kjörin tilbreyting með lambasteikinni já eða bara hvaða steik sem er. Uppskriftin er sáraeinföld: Frosnar grænar baunir og hitaðar í örlitlu vatni ásamt matskeið af smjöri og örlitlu salti. Maukið vel.

🐸

GRÆNAR BAUNIRMEÐLÆTITILBREYTINGLAMB

🐸

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Blómkálspitsubotn

Blómkálspitsubotn. Það eru til óteljandi tegundir og gerðir af pitsum. Arnar Grant einkaþjálfarinn minn, sem er afburða fær á sínu sviði, jákvæður og hvetjandi, nefndi við mig að útbúa blómkálspitsubotn og birta uppskriftina. Satt best að segja kom botninn verulega á óvart, ofan á hann fór síðan hin klassíska pitsusósa, ostur og annað viðeigandi. Að vísu varð minn botn ekki eins stökkur og á „venjulegri" pitsu, etv hefði ég þurft að baka hann aðeins lengur. Pitsan er hins vegar bragðgóð og fer vel í maga. Hentar vel fyrir fólk sem þolir illa hveiti og ger.

Smákökur Önnu K.

OPUS

Smákökur Önnu K. Við höfum verið svo lánsamir að vera dómarar í smákökusamkeppni hjá starfsfólki OPUS lögmanna í nokkur ár og fáum með okkur nýjan gestadómara í hvert sinn. Að þessu sinni kom Vigdís Finnbogadóttir með okkur og heillaði alla með ljúfmannlegri framkomu sinni og elskulegheitum. Kormákur gerði sér lítið fyrir og sigraði smákökusamkeppnina. Dómnefndin var sammála um að þessar bragðgóðu smákökur verðskulduðu fyrsta sætið. Þær minntu bæði á Gyðingakökur og Bessastaðakökur.

Pitsusósa – Pizza pronto

Pitsusósa - Pizza pronto. Eitt besta „aukaheimilistæki" sem til hefur verið hér á bæ er lítill pitsuofn, hann skilaði sínu vel og var óspart notaður. Þá áttum við oft deig og pitsusósu í ísskápnum og þá var hægt að útbúa pitsu með litlum fyrirvara. Síðan bræddi elsku pitsuofninn úr sér og var sárt saknað.....

Það er nú ekki svo mikið mál að útbúa pitsusósu. Þegar pitsur urðu vinsælar hér fyrst var hægt að kaupa pitsusósu sem hét Pizza Pronto - óskaplega þægilegt og mig minnir að það hafi líka bragðast ágætlega. Kannski fæst Pizza Pronto ennþá. Víða eru pitsusósur enn kallaðar Pissa Prontó, við skulum ekki hætta því.

Sólskinsterta – terta sumardagsins fyrsta

Sólskinstertu hefur móðir mín bakað á sumardaginn fyrsta í yfir hálfa öld. Heima var þessi terta var aldrei bökuð á öðrum tíma. Hún er kannski ekki sú hollasta en það er gaman að halda í hefðir. Hafið í huga að þetta er frekar lítil uppskrift. Gleðilegt sumar