Húsmæðraskólinn á Ísafirði – skólaspjöld óskast

Guðjón samúelsson austurvegur Hluti af skólaspjöldunum frá Húsmæðraskólanum Ósk húsmæðraskólinn ísafjörður ísafirði tónlistarskólinn skólaspjöld
Hluti af skólaspjöldunum frá Húsmæðraskólanum Ósk

Húsmæðraskólinn á Ísafirði – skólaspjöld óskast

Við Austurveg á Ísafirði stendur glæsilegt hús sem byggt var fyrir Húsmæðraskólann Ósk árið 1948. Í húsinu, sem er teiknað af Guðjóni Samúelssyni, er Tónlistarskóli Ísfirðinga nú til húsa.

Í skólanum er sögusýningu um fjölbreytta starfsemi Húsmæðraskólans í húsinu og kennir þar ýmissa grasa. Okkur vantar nokkur skólaspjöld og óskum eftir aðstoð ykkar, hvort sem er skólaspjöldin sjálf eða mynd af þeim. Árin sem vantar eru þessi:

1917-18, 1918-19, 1919-20, 1920-21, 1921-22, 1922-23, 1941-42, 1962-63, 1964-65, 1967-68, 1968-69 og skólaspjöld eftir 1974. (1976, 1977 og 1983 eru komin).

Viljið þið deila færslunni með konum sem voru í húsmæðraskólanum eða afkomendum þeirra með von um að fá þau skólaspjöld sem vantar, fá þau að gjöf. Hægt er að hringja í 450 8340 eða senda á albert.eiriksson@gmail.com

Tekið er á móti afmælisútskriftaárgöngum og fleirum sem vilja koma og skoða.

ÍSAFJÖRÐUR

🇮🇸 🇮🇸

Hluti af sýningunni um húsmæðraskólann

🇮🇸

— HÚSMÆÐRASKÓLINN ÓSK

SÖGUR AF LANDI, HÚSMÆÐRASKÓLINN ÓSKÍSAFJÖRÐUR — HÚSMÆÐRASKÓLAR — SKÓLAREGLURNAR

🇮🇸

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Leikir í matarboðum

Leikir í matarboðum

Leikir í matarboðum
Við systkinin erum leikjaóð og notum hvert tækifæri til að fara í leiki. Félagsráðgjafi og fjölskylduvinur spurði góðlátlega hvort við hefðum ekki haft tækifæri til að leika okkur nægjanlega í æsku....

Ódauðleiki eða krydd í tilveruna – mögnuð áhrif cayennepipars

Ódauðleiki eða krydd í tilveruna. Áhrif cayennepipars eru fjölmörg og alveg mögnuð eins og hér kemur fram í grein sem Elísabet Reynisdóttir næringarfræðingur skrifar. Þar vísar hún í fjölmargar rannsóknir sem gerðar hafa verið á áhrifum cayennepipars

Grillveisla Kjartans – kúrbítspitsa og súkkulaðiterta grilluð í appelsínu

Grillveisla Kjartans.  Ferðaþjónustan blómstrar sem aldrei fyrr og sem betur fer er metnaðurinn mikill og langflestir standa sig vel. Það er til fyrirmyndar. Kjartan og Elísa eru í þessum hópi, þau eru með mjög vel útbúna húsbíla til leigu fyrir ferðamenn. Þau hjónin búa í Þýskalandi og þaðan leigja þau bílana út til Íslendinga sem vilja ferðast frjálsir um. Ekki nóg með að Kjartan þessi vandi sig í ferðaþjónustunni heldur er hann ekki síður vandvirkur þegar kemur að eldamennsku – sérstaklega þó að grilla. Á fallegu tjaldsvæði á Mosskógum í Mosfellsdal útbjó hann á grillinu pitsu og bakaði súkkulaðitertu í appelsínu. Húsráðendur á Mosskógum komu færandi hendi með nýorpin egg, blóm og annað sem nýttist bæði í matargerðina og til skrauts.

Fyrri færsla
Næsta færsla