Húsmæðraskólinn á Ísafirði – skólaspjöld óskast

Guðjón samúelsson austurvegur Hluti af skólaspjöldunum frá Húsmæðraskólanum Ósk húsmæðraskólinn ísafjörður ísafirði tónlistarskólinn skólaspjöld
Hluti af skólaspjöldunum frá Húsmæðraskólanum Ósk

Húsmæðraskólinn á Ísafirði – skólaspjöld óskast

Við Austurveg á Ísafirði stendur glæsilegt hús sem byggt var fyrir Húsmæðraskólann Ósk árið 1948. Í húsinu, sem er teiknað af Guðjóni Samúelssyni, er Tónlistarskóli Ísfirðinga nú til húsa.

Í skólanum er sögusýningu um fjölbreytta starfsemi Húsmæðraskólans í húsinu og kennir þar ýmissa grasa. Okkur vantar nokkur skólaspjöld og óskum eftir aðstoð ykkar, hvort sem er skólaspjöldin sjálf eða mynd af þeim. Árin sem vantar eru þessi:

1917-18, 1918-19, 1919-20, 1920-21, 1921-22, 1922-23, 1941-42, 1962-63, 1964-65, 1967-68, 1968-69 og skólaspjöld eftir 1974. (1976, 1977 og 1983 eru komin).

Viljið þið deila færslunni með konum sem voru í húsmæðraskólanum eða afkomendum þeirra með von um að fá þau skólaspjöld sem vantar, fá þau að gjöf. Hægt er að hringja í 450 8340 eða senda á albert.eiriksson@gmail.com

Tekið er á móti afmælisútskriftaárgöngum og fleirum sem vilja koma og skoða.

ÍSAFJÖRÐUR

🇮🇸 🇮🇸

Hluti af sýningunni um húsmæðraskólann

🇮🇸

— HÚSMÆÐRASKÓLINN ÓSK

SÖGUR AF LANDI, HÚSMÆÐRASKÓLINN ÓSKÍSAFJÖRÐUR — HÚSMÆÐRASKÓLAR — SKÓLAREGLURNAR

🇮🇸

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Gerbollubrauðhleifur

Gerbollubrauðhleifur. Það er ótrúlega töff að bera fram stóran hleif af brauðbollum. Hann sómir sér vel á hlaðborði og öllum líkar vel við heimabakað brauðmeti.

Ferskur grænn drykkur

Grænn drykkur IMG_3194

Ferskur grænn drykkur. Það er frískandi og hollt að drekka nýpressaðan safa úr grænmeti og ávöxtum. Það er nú ekki alveg hægt að segja að það sé regla á þessu hjá okkur. Svona við og við fáum við okkur grænan drykk. Engir tveir drykkir eru þó eins en oftast er vel af engiferi.

Tómatsalat með chili og kóriander – Dásamlega unaðslega gott salat

Tomatasalat

Tómatsalat með chili og kóriander. Dásamlega unaðslega gott salat. Nú flæða fagurrauðir bragðgóðir íslenskir tómatar á markaðinn. Tómatar eru bráðhollir. Læknir sagði mér að lægsta hlutfall blöðruhálskirtilstilvika á vesturlöndum væri á Ítalíu og Grikklandi og miklu tómataáti væri þakkað. Borðum góða íslenska tómata.

Rauðrófusalat – (rauðrófur eru kynörvandi)

Rauðrófusalat. Hætti aldrei að dásama rauðrófur, þær eru járnríkar, hollar og afar bragðgóðar. Forngrikkir notuðu rauðrófur til að eyða hvítlaukslykt eftir matinn. Rómverjar trúðu því að rauðrófur örvuðu kynhvötina.

Fyrri færsla
Næsta færsla