Húsmæðraskólinn á Ísafirði – skólaspjöld óskast

Guðjón samúelsson austurvegur Hluti af skólaspjöldunum frá Húsmæðraskólanum Ósk húsmæðraskólinn ísafjörður ísafirði tónlistarskólinn skólaspjöld
Hluti af skólaspjöldunum frá Húsmæðraskólanum Ósk

Húsmæðraskólinn á Ísafirði – skólaspjöld óskast

Við Austurveg á Ísafirði stendur glæsilegt hús sem byggt var fyrir Húsmæðraskólann Ósk árið 1948. Í húsinu, sem er teiknað af Guðjóni Samúelssyni, er Tónlistarskóli Ísfirðinga nú til húsa.

Í skólanum er sögusýningu um fjölbreytta starfsemi Húsmæðraskólans í húsinu og kennir þar ýmissa grasa. Okkur vantar nokkur skólaspjöld og óskum eftir aðstoð ykkar, hvort sem er skólaspjöldin sjálf eða mynd af þeim. Árin sem vantar eru þessi:

1917-18, 1918-19, 1919-20, 1920-21, 1921-22, 1922-23, 1941-42, 1962-63, 1964-65, 1967-68, 1968-69 og skólaspjöld eftir 1974. (1976, 1977 og 1983 eru komin).

Viljið þið deila færslunni með konum sem voru í húsmæðraskólanum eða afkomendum þeirra með von um að fá þau skólaspjöld sem vantar, fá þau að gjöf. Hægt er að hringja í 450 8340 eða senda á albert.eiriksson@gmail.com

Tekið er á móti afmælisútskriftaárgöngum og fleirum sem vilja koma og skoða.

🇮🇸 🇮🇸

Hluti af sýningunni um húsmæðraskólann

🇮🇸

— HÚSMÆÐRASKÓLINN ÓSK

SÖGUR AF LANDI, HÚSMÆÐRASKÓLINN ÓSKÍSAFJÖRÐUR — HÚSMÆÐRASKÓLAR — SKÓLAREGLURNAR

🇮🇸

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.

Fyrri færsla
Næsta færsla