Auglýsing
Guðjón samúelsson austurvegur Hluti af skólaspjöldunum frá Húsmæðraskólanum Ósk húsmæðraskólinn ísafjörður ísafirði tónlistarskólinn skólaspjöld
Hluti af skólaspjöldunum frá Húsmæðraskólanum Ósk

Húsmæðraskólinn á Ísafirði – skólaspjöld óskast

Við Austurveg á Ísafirði stendur glæsilegt hús sem byggt var fyrir Húsmæðraskólann Ósk árið 1948. Í húsinu, sem er teiknað af Guðjóni Samúelssyni, er Tónlistarskóli Ísfirðinga nú til húsa.

Verið er að leggja lokahönd á sögusýningu um fjölbreytta starfsemi Húsmæðraskólans í húsinu og kennir þar ýmissa grasa. Okkur vantar nokkur skólaspjöld og óskum eftir aðstoð ykkar. Árin sem vantar eru þessi:

1917-18, 1918-19, 1919-20, 1920-21, 1921-22, 1922-23, 1941-42, 1962-63, 1964-65, 1967-68, 1968-69 og skólaspjöld eftir 1974. (1976, 1977 og 1983 eru komin).

Viljið þið deila færslunni með konum sem voru í húsmæðraskólanum eða afkomendum þeirra með von um að fá þau skólaspjöld sem vantar, fá þau að gjöf. Hægt er að hringja í 450 8340 eða senda á albert.eiriksson@gmail.com

Tekið er á móti afmælisútskriftaárgöngum og fleirum sem vilja koma og skoða.

Hluti af sýningunni um húsmæðraskólann

🇮🇸

— HÚSMÆÐRASKÓLINN ÓSK

SÖGUR AF LANDI, HÚSMÆÐRASKÓLINN ÓSKÍSAFJÖRÐUR — HÚSMÆÐRASKÓLAR — SKÓLAREGLURNAR

🇮🇸

Auglýsing