Húsmæðraskólinn á Ísafirði – skólaspjöld óskast

Guðjón samúelsson austurvegur Hluti af skólaspjöldunum frá Húsmæðraskólanum Ósk húsmæðraskólinn ísafjörður ísafirði tónlistarskólinn skólaspjöld
Hluti af skólaspjöldunum frá Húsmæðraskólanum Ósk

Húsmæðraskólinn á Ísafirði – skólaspjöld óskast

Við Austurveg á Ísafirði stendur glæsilegt hús sem byggt var fyrir Húsmæðraskólann Ósk árið 1948. Í húsinu, sem er teiknað af Guðjóni Samúelssyni, er Tónlistarskóli Ísfirðinga nú til húsa.

Í skólanum er sögusýningu um fjölbreytta starfsemi Húsmæðraskólans í húsinu og kennir þar ýmissa grasa. Okkur vantar nokkur skólaspjöld og óskum eftir aðstoð ykkar, hvort sem er skólaspjöldin sjálf eða mynd af þeim. Árin sem vantar eru þessi:

1917-18, 1918-19, 1919-20, 1920-21, 1921-22, 1922-23, 1941-42, 1962-63, 1964-65, 1967-68, 1968-69 og skólaspjöld eftir 1974. (1976, 1977 og 1983 eru komin).

Viljið þið deila færslunni með konum sem voru í húsmæðraskólanum eða afkomendum þeirra með von um að fá þau skólaspjöld sem vantar, fá þau að gjöf. Hægt er að hringja í 450 8340 eða senda á albert.eiriksson@gmail.com

Tekið er á móti afmælisútskriftaárgöngum og fleirum sem vilja koma og skoða.

ÍSAFJÖRÐUR

🇮🇸 🇮🇸

Hluti af sýningunni um húsmæðraskólann

🇮🇸

— HÚSMÆÐRASKÓLINN ÓSK

SÖGUR AF LANDI, HÚSMÆÐRASKÓLINN ÓSKÍSAFJÖRÐUR — HÚSMÆÐRASKÓLAR — SKÓLAREGLURNAR

🇮🇸

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Súrefnishjálmur, sogæðameðferð og tannhvíttun

Súrefnishjálmur, sogæðameðferð og tannhvíttun. Við Bergþór skiptumst á að skipuleggja mánaðarlegar samverustundir, koma hvor öðrum aðeins á óvart og gera eitthvað sem við gerum ekki dags daglega. Gaman saman í mars var að láta koma okkur á óvart hjá Heilsu og útliti í Hlíðarsmára. Hjónin Sandra og Eyfi tóku á móti okkur. Hún hefur sérhæft sig í sogæðameðferðum og hann var að koma heim eftir að hafa lært tannhvíttun á Englandi

SaveSave

SaveSave

SaveSave

13 matartegundir sem gleðja verulega

13 matartegundir sem gleðja verulega. Hver kannast ekki við að súkkulaði og jarðarber geri okkur ánægð? Veit nú ekki hvort þetta er vísindaleg úttekt á þrettán matartegundum sem gera okkur glaðari. Er ekki best að hver dæmi fyrir sig.

Hafrakökur úr Hvíta húsinu

Hafrakökur úr Hvíta húsinu. Þessi uppskrift ku vera komin frá Michelle Obama. Forsetafrúin er áhugasöm um hollt og gott mataræði, ekki bara í Hvítahúsinu hún hefur talað fyrir því að Bandaríkjamenn borði betri mat.

Fyrri færsla
Næsta færsla