Smalabaka

Smalabaka baka kartöflumús hakk lambahakk hakkréttur einfaldur fljótlegur
Smalabaka

Smalabaka

Grunnurinn í smalaböku (Shepherd’s pie) er hakk í sósu, kartöflumús ofan á sem síðan er bakað í ofni. Til eru fjölmargar uppskriftir og varla hægt að segja að einhver ein sé sú rétta. Margir nota gulrætur og grænar baunir úr dós í smalaböku í staðinn fyrir frosnu baunirnar og maísbaunir. Þægilegur, einfaldur og góður matur.

.

KJÖTHAKKBÖKURKARTÖFLUMÚSGRÆNAR BAUNIR

.

Smalabaka

3 msk ólífuolía
1 laukur
500 g hakk
1 tsk rósmarín
1 tsk timían
salt og pipar
2-3 hvítlauksrif, söxuð
3 msk tómatpuré
kjötkraftur
Smá vatn (ef þarf)
2 msk hveiti
1,5 dl frosnar grænar baunir
1 dl niðursoðnar maísbaunir
steinselja

Saxið laukinn og steikið í olíu. Bætið við hakki og látið malla. Bætið við rósmaríni, timían, salti, pipar og hvítlauk, tómatpuré, nautakrafti og vatni.
Sjóðið í nokkrar mínútur. Slökkvið undir, stráið hveitinu yfir og hrærið því síðan saman við.
Bætið við grænum baunum og maís.
Setjið í eldfast form, kartöflumús yfir og bakið við 175°C í um 30 mín eða þangað til kartöflumúsin hefur tekið lit.

🐑

KJÖTHAKKBÖKURKARTÖFLUMÚSGRÆNAR BAUNIR

SMALABAKA

🐑

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Fegurstu jólagluggarnir í miðbæ Reykjavíkur 2016

Fegurstu jólagluggarnir í miðbæ Reykjavíkur 2016. Það er víða metnaður meðal kaupmanna í miðbænum þegar kemur að jólaútstillingum í búðagluggum. Áður en haldið er inn í búðir er gaman að velta fyrir sér gluggaútstillingum.

Með aðstoð fjölmenns hóps voru valdir fimm fallegustu jólagluggarnir í miðborg Reykjavíkur. Fyrst fékk hópurinn myndir af fjórtán gluggum og hver og einn var beðinn að velja fjóra fegurstu. Stigin voru svo talin saman og hér er niðurstaðan:

RAW KAKÓ er með bestu magnesíumgjöfum sem finnast

RAW KAKÓ er með bestu magnesíumgjöfum sem finnast, en marga vantar þetta mikilvæga steinefni. Á síðustu öld minnkaði magnesíumneyslu um allt að 50% og það er áætlað að aðeins hjá fimmtungi íbúa vesturlanda sé magnesíumforðinn í lagi. Skortur á magnesíum kemur fram í mögum sjúkdómum, svo sem beinþynningu og veikburða beinum/tönnum, hjartasjúkdómum, mígreni, vöðvakrampar, sársaukafullum tíðablæðingum, og jafnvel sykursýki. Úr 100 grömmum af hráu kakói fáum við 550 mg af magnesíum.