Kúrbítsbuff

Kúrbítsbuff kúrbítur buff grænmeti
Kúrbítsbuff

Kúrbítsbuff

Buff eins og þessi má borða með góðu sumarlegu salati og kaldri sósu. Einnig er kjörið að hafa þau í pítubrauði eða hamborgarabrauði. Sjálfum fannst mér heldur lítið hvítlauksbragð og ætla að hafa amk tvö hvítlauksrif næst 🙂 Til tilbreytingar má setja 1 msk af saxaðri basilíku saman við deigið.

Erlenda heitið á kúrbít, SQUASH er komið úr máli Narragansett-indjána og þýðir „eitthvað grænt”.

KÚRBÍTURBUFFSALÖTSÓSURBORGARI

.

Kúrbítsbuff

4 dl rifinn kúrbítur (ca einn meðalstór kúrbítur)
2 egg
1 laukur, saxaður
1 dl heilhveiti
1 dl rifinn Parmesan ostur
1 dl rifinn mozzarella ostur
1 hvítlauksrif, saxað
salt, pipar og chili
1 dl brauðrasp
olía til steikingar.

Blandið saman kúrbít, eggjum, lauk, heilhveiti, osti og kryddi, hvítlauk og blandið vel saman. Útbúið buff með höndunum, veltið því upp úr raspinu og steikið í olíunni við lágan hita í dágóða stund.

.

KÚRBÍTURBUFFSALÖTSÓSURBORGARI

KÚRBÍTSBUFF

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Marokkóskir snjóboltar

Marokkóskir snjóboltar IMG_2006Marokkóskir snjóboltar IMG_1987

Marokkóskir snjóboltar. Andrea vinkona mín í mötuneyti Listaháskólans galdraði fram þessar bollur sem runnu ljúflega niður með góðum kaffisopa. Annars munu snjóboltarnir vera vinsæll eftirréttur í Marokkó.

Matarmikil fiskisúpa

Fiskisupa

Matarmikil fiskisúpa. Mikið er gott að fá sér bragðgóða, matarmikla fiskisúpu á köldu vetrarkvöldi. Stundum heyrist að súpa sé nú ekki matur... alltaf frekar einkennilegt því góð súpa er virkilega góður matur. Það er kjörið að útbúa súpuna með smá fyrirvara og setja fiskinn svo rétt áður en hún er borin fram.

Piparsveinar – verðlaunasmákökur

Pip­ar­svein­ar Ástrós Guðjóns­dótt­ir gerði sér lítið fyrir og sigraði í Smákökusamkeppni Kornax í ár. Í viðtali í Morgunblaðinu seg­ir Ástrós að hug­mynd­in að kök­un­um hafi kviknað í hálf­gerðri til­rauna­starf­semi. „Ég var ný­kom­in heim til Íslands og pip­ar­kúl­urn­ar frá Nóa voru ný­komn­ar á markað. Mér finnst þær æðis­leg­ar og fyrsta skrefið var kara­mell­an sjálf. Síðan bætti ég við botn­in­um og loks hjúpn­um og úr varð þessi fína smákaka,“ seg­ir Ástrós um það hvernig Pip­ar­svein­arn­ir urðu til.

Kúrbítsbrauð

Kúrbítsbrauð

Kúrbítsbrauð. Nú er ég farinn að nota heilhveiti mun meira en áður, stundum með venjulegu hveiti en oftast  ekki. Þó líkami okkar sé næstum því fullkominn þá ræður hann ekki við að melta heil hörfræ. Best finnst mér að mala þau í kaffikvörninni, matvinnsluvélar vinna illa á þeim.