Kúrbítsbuff

Kúrbítsbuff kúrbítur buff grænmeti
Kúrbítsbuff

Kúrbítsbuff

Buff eins og þessi má borða með góðu sumarlegu salati og kaldri sósu. Einnig er kjörið að hafa þau í pítubrauði eða hamborgarabrauði. Sjálfum fannst mér heldur lítið hvítlauksbragð og ætla að hafa amk tvö hvítlauksrif næst 🙂 Til tilbreytingar má setja 1 msk af saxaðri basilíku saman við deigið.

Erlenda heitið á kúrbít, SQUASH er komið úr máli Narragansett-indjána og þýðir „eitthvað grænt”.

KÚRBÍTURBUFFSALÖTSÓSURBORGARI

.

Kúrbítsbuff

4 dl rifinn kúrbítur (ca einn meðalstór kúrbítur)
2 egg
1 laukur, saxaður
1 dl heilhveiti
1 dl rifinn Parmesan ostur
1 dl rifinn mozzarella ostur
1 hvítlauksrif, saxað
salt, pipar og chili
1 dl brauðrasp
olía til steikingar.

Blandið saman kúrbít, eggjum, lauk, heilhveiti, osti og kryddi, hvítlauk og blandið vel saman. Útbúið buff með höndunum, veltið því upp úr raspinu og steikið í olíunni við lágan hita í dágóða stund.

.

KÚRBÍTURBUFFSALÖTSÓSURBORGARI

KÚRBÍTSBUFF

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Spergilkáls salat

Spergilkáls salat. Grænmeti af krossblómaætt svo sem spergilkál, blómkál, næpur, rófur og hvítkál innihalda sérstaklega mikið af efnasamböndum sem styðja við ónæmiskerfi líkamans.

Rabarbari er góður til að baka úr – 5 vinsælar rabarbarauppskriftir

Rabarbari er góður til að baka úr - FIMM vinsælar rabarbarauppskriftir. Hér áðurfyrr var rabarbari aðallega notaður til að í sultur og grauta. Hann er einnig tilvalinn til baksturs. Vinsælasta uppskriftin á síðunni er Rabarbarapæið góða sem ég bakaði daglega í áratug, öll árin sem ég var með kaffihúsið í Templaranum á Fáskrúðsfirði. Hér eru nokkrar uppskriftir með rabarbara. Njótum lífsins og bökum (úr rabarbara)