„ÍTROÐIГ – FYLLT HROGN. Það er verulega gaman að snæða þjóðlegan „stemningsmat” og upplifunin verður enn meiri ef hann er aðeins í boði einu sinni á ári eins og Ítroðið (eða fyllt hrogn) sem við fengum hjá Sveinfríði Hávarðardóttur og fjölskyldu, en veislan var haldin heima hjá Olgu, dóttur hennar, skólastjóra Grunnskólans á Ísafirði. Sveinfríður er frá Bolungarvík og þaðan kemur ítroðið, hefð sem Sveinfríður hefur viðhaldið. Móðir Sveinfríðar ólst einnig upp við réttinn hjá móður sinni. Um er að ræða hrognabrók sem klippt er gat á og henni snúið við. Síðan er blandað saman grófmaukaðri þorsklifur, rúgmjöli og salti og sett inn í. Að því loknu er öllu pakkað inn í filmu og soðið í vatni í um 45 mínútur. Með þessu voru kinnar, ýsa, rúgbrauð og kartöflur. Hreinasta sælgæti.
— BOLUNGARVÍK — HROGN — LIFUR — ÍSLENSKT — FISKRÉTTIR — FISKUR Í OFNI — ÞJÓÐLEGT — RÚGBRAUÐ —
🇮🇸
.
— BOLUNGARVÍK — HROGN — LIFUR — ÍSLENSKT — FISKRÉTTIR — FISKUR Í OFNI — ÞJÓÐLEGT — RÚGBRAUÐ —
— ÍTROÐIÐ, ÞJÓÐLEGUR STEMNINGSMATUR —
🇮🇸