Kiev chicken – Kænugarðskjúklingur – котлета по-київськи

Kiev chicken - Kænugarðskjúklingur -котлета по-київськи HvítlaukskjúklingurKiev chicken - Kænugarðskjúklingur úkríana úkríanskur matur kjúklingur hvítlaukskjúklingur góður kjúklingaréttur
Kiev chicken – Kænugarðskjúklingur. Kjúklingabringur fylltar með hvítlaukssmjöri, vel upp úr hveiti, eggi og raspi og djúpsteikt.

Kiev chicken – Kænugarðskjúklingur – котлета по-київськи

Einn frægasti réttur Úkraínu er Kiev chicken sem mundi þá útleggjast sem Kænugarðskjúklingur. Kiev (Kænugarður) er höfuðborg Úkraínu og stendur við Danparfljót sem er eitt hið lengsta í Evrópu.

🇺🇦

ÚKRAÍNAKJÚKLINGURHVÍTLAUKSSMJÖRHVÍTLAUKSKJÚKLINGURDJÚPSTEIKTCHICKEN KIEV

🇺🇦

Kiev chicken – Kænugarðskjúklingur með steiktum kartöflum, sellerýi og rauðlauk

Aðferðin er í grófum dráttum sú að búið er til hvítlaussmjör með salti, pipar og steinselju, það mótað í lengjur og fryst. Síðan eru kjúklingabringur flattar út, lengja af frosnu smjöri lögð á og rúllað upp. Velt upp úr hveiti, síðan eggi og loks raspi og fryst í 30 mín. Að því búnu er kjúklingurinn djúpsteiktur og síðan látinn í ofn á um 165°C í um 15 mín.

HÉR ER UPPSKRIFTIN SEM ÉG STUDDIST VIÐ

🇺🇦

Kjúklingabringurnar djúpsteiktar

.

ÚKRAÍNAKJÚKLINGURHVÍTLAUKSSMJÖRHVÍTLAUKSKJÚKLINGURDJÚPSTEIKTCHICKEN KIEV

KÆNUGARÐSKJÚKLINGUR

🇺🇦

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Súkkulaðiterta með viðhöfn

Ferrero Rocherterta

Súkkulaðiterta með viðhöfn. Hneturnar og pralínið úr þeim gera þessa tertu að sérstakri upplifun. Stökkt kornfleksið saman við pralínsmjörið gerir fólk þannig á svipinn, að það virðist hafa komist til himnaríkis. Alla vega er þetta hátíðaterta með þremur kremum (!) og gott að hafa góðan tíma til að útbúa. En stundum er gaman að hafa mikið við, t.d. á jólum, páskum, stórafmælum eða brúðkaupum.