Hafragrautur Möggu Stínu

Hafragrautur Möggu Stínu magga stína grautur morgunmatur margrét kristín Blöndal drangsnes morgungrautur krækiber
Magga Stína með hafragrautinn sinn

Hafragrautur Möggu Stínu

Magga Stína tónlistarkona og gleðigjafi býr á Drangsnesi á Ströndum. Á sumrin gengur hún léttstíg um Grímsey á Steingrímsfirði með ferðamenn og er sundlaugarvörður á veturna. Magga Stína byrjar hvern morgun á hafragraut og er búin að þróa sinn graut í gegnum tíðina, hún segir tvennt mikilvægt þegar hafragrautur er útbúinn; Skola haframjölið tvisvar áður en soðið er upp á því og svo hræra í með gaffli.

.

MAGGA STÍNADRANGSNESHAFRAGRAUTURMORGUNMATURKRÆKIBERGRÍMSEY

.

Gæðahafragrautur Möggu Stínu – einn sá allra besti

Hafragrautur Möggu Stínu

Setjið haframjöl í pott, látið renna á það kalt vatn og hellið því af, endurtakið. Setjið vatn á haframjölið svo fljótið yfir og hrærið í með gaffli, bætið við hörfræjum, (frosnum) krækiberjum, kókosflögum og salti. Sjóðið í nokkrar mínútur.

Stráið kanil yfir og borið með rjóma.

…og svo gott kaffi á eftir.

.

MAGGA STÍNADRANGSNESHAFRAGRAUTURMORGUNMATURKRÆKIBERGRÍMSEY

HAFRAGRAUTUR MÖGGU STÍNU

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Matarklúbburinn Flottræfilsfélagið heldur glæsiveislu

Matarklúbburinn Flottræfilsfélagið heldur glæsiveislu. Á Gestgjafaárum mínum fannst mér skemmtilegast að fara í matarboð og skrifa um þau. Eitt af eftirminnilegri matarboðum var hjá nýlega stofnuðum strákamatarklúbbi sem kallaði sig Flottræfilsfélagið, gáskafullir ungir menn sem létu greinilega allt flakka þegar þeir hittust. Auk þess að hittast til skiptis hver hjá öðrum fara þeir stundum út að borða saman og smakka vín og annað skemmtilegt. Orri Huginn er leiðtogi hópsins þegar kemur að því að finna uppskriftir og prófa. Hann tók vel í að kalla piltana saman og halda enn eitt glæsimatarboðið og Bragi tók myndirnar.

Bleikt síðdegiskaffiboð Örnu Guðlaugar

Bleikt síðdegiskaffiboð. Það er kunnara en frá þurfi að segja að alvöru tertuboð veita mér gríðarlega ánægju. Arna Guðlaug Einarsdóttir hélt extra fínt síðdegiskaffiboð með bleiku þema fyrir nokkrar vinkonur sínar en þær bjuggu allar í Brussel á sama tíma. Ein tertan var sérstaklega mér til heiðurs með tilheyrandi merkingu sem Hlutprent útbjó listafallegt. Arna tekur að sér að baka og skreyta fyrir fólk, hún er með síðuna Kökukræsingar Örnu.