Hafragrautur Möggu Stínu

Hafragrautur Möggu Stínu magga stína grautur morgunmatur margrét kristín Blöndal drangsnes morgungrautur krækiber
Magga Stína með hafragrautinn sinn

Hafragrautur Möggu Stínu

Magga Stína tónlistarkona og gleðigjafi býr á Drangsnesi á Ströndum. Á sumrin gengur hún léttstíg um Grímsey á Steingrímsfirði með ferðamenn og er sundlaugarvörður á veturna. Magga Stína byrjar hvern morgun á hafragraut og er búin að þróa sinn graut í gegnum tíðina, hún segir tvennt mikilvægt þegar hafragrautur er útbúinn; Skola haframjölið tvisvar áður en soðið er upp á því og svo hræra í með gaffli.

.

MAGGA STÍNADRANGSNESHAFRAGRAUTURMORGUNMATURKRÆKIBERGRÍMSEY

.

Gæðahafragrautur Möggu Stínu – einn sá allra besti

Hafragrautur Möggu Stínu

Setjið haframjöl í pott, látið renna á það kalt vatn og hellið því af, endurtakið. Setjið vatn á haframjölið svo fljótið yfir og hrærið í með gaffli, bætið við hörfræjum, (frosnum) krækiberjum, kókosflögum og salti. Sjóðið í nokkrar mínútur.

Stráið kanil yfir og borið með rjóma.

…og svo gott kaffi á eftir.

.

MAGGA STÍNADRANGSNESHAFRAGRAUTURMORGUNMATURKRÆKIBERGRÍMSEY

HAFRAGRAUTUR MÖGGU STÍNU

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Einfaldur og fljótlegur desert Svanhvítar

Einfaldur og fljótlegur desert Svanhvítar „Þetta er dæmigerður belgískur eftirréttur. Belgar nota Speculoos kexið í allskonar kökur og eftir rétti. Svanhvít gerir þennan eftirrétt stundum þegar hún fær fólk í heimsókn. Ef þið fáið ekki Speculoos kex í búðum má nota LU-kex með kanil."

Frönsk eplabaka

Fronskeplabaka

Frönsk eplabaka. Ó, þessi er alltaf svo góð, vorum með matarboð þar sem þemað var Frakkland, gestirnir lofuðu bökuna í hástert, hún var borin var fram með Kjörís ársins

Döðluhjónabandssæla

Döðluhjónabandssæla

Döðluhjónabandssæla. Bjarney Ingibjörg á Ísafirði bauð í morgunkaffi og þar var meðal annars þessi undurgóða döðluhjónabandssæla: „Það var yndislegt að fá ykkur í heimsókn, gott að hlæja og fá verk í magann."