Magga Stína tónlistarkona og gleðigjafi býr á Drangsnesi á Ströndum. Á sumrin gengur hún léttstíg um Grímsey á Steingrímsfirði með ferðamenn og er sundlaugarvörður á veturna. Magga Stína byrjar hvern morgun á hafragraut og er búin að þróa sinn graut í gegnum tíðina, hún segir tvennt mikilvægt þegar hafragrautur er útbúinn; Skola haframjölið tvisvar áður en soðið er upp á því og svo hræra í með gaffli.
.
— MAGGA STÍNA — DRANGSNES — HAFRAGRAUTUR — MORGUNMATUR — KRÆKIBER — GRÍMSEY —
.
Hafragrautur Möggu Stínu
Setjið haframjöl í pott, látið renna á það kalt vatn og hellið því af, endurtakið. Setjið vatn á haframjölið svo fljótið yfir og hrærið í með gaffli, bætið við hörfræjum, (frosnum) krækiberjum, kókosflögum og salti. Sjóðið í nokkrar mínútur.
Stráið kanil yfir og borið með rjóma.
.
— MAGGA STÍNA — DRANGSNES — HAFRAGRAUTUR — MORGUNMATUR — KRÆKIBER — GRÍMSEY —
.