Hafragrautur Möggu Stínu

Hafragrautur Möggu Stínu magga stína grautur morgunmatur margrét kristín Blöndal drangsnes morgungrautur krækiber
Magga Stína með hafragrautinn sinn

Hafragrautur Möggu Stínu

Magga Stína tónlistarkona og gleðigjafi býr á Drangsnesi á Ströndum. Á sumrin gengur hún léttstíg um Grímsey á Steingrímsfirði með ferðamenn og er sundlaugarvörður á veturna. Magga Stína byrjar hvern morgun á hafragraut og er búin að þróa sinn graut í gegnum tíðina, hún segir tvennt mikilvægt þegar hafragrautur er útbúinn; Skola haframjölið tvisvar áður en soðið er upp á því og svo hræra í með gaffli.

.

MAGGA STÍNADRANGSNESHAFRAGRAUTURMORGUNMATURKRÆKIBERGRÍMSEY

.

Gæðahafragrautur Möggu Stínu – einn sá allra besti

Hafragrautur Möggu Stínu

Setjið haframjöl í pott, látið renna á það kalt vatn og hellið því af, endurtakið. Setjið vatn á haframjölið svo fljótið yfir og hrærið í með gaffli, bætið við hörfræjum, (frosnum) krækiberjum, kókosflögum og salti. Sjóðið í nokkrar mínútur.

Stráið kanil yfir og borið með rjóma.

…og svo gott kaffi á eftir.

.

MAGGA STÍNADRANGSNESHAFRAGRAUTURMORGUNMATURKRÆKIBERGRÍMSEY

HAFRAGRAUTUR MÖGGU STÍNU

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Bráðskemmtilegt matarboð í Brussel

Bráðskemmtilegt matarboð í Brussel. Það var vor í lofti í Brussel um páskana, gróðurinn farinn að lifna við, fuglarnir í óða önn að undirbúa hreiðrin með tilheyrandi kórsöng og brúnin létt á mannfólkinu mót hækkandi sól.

Þórunn Björnsdóttir og Helga Jónsdóttir búa og starfa í Brussel. Þær eru höfðingjar heim að sækja, glaðværð og glæsileiki haldast í hendur hjá þeim. Ég gaukaði því að Þórunni hvort hún vildi útbúa eins og einn rétt fyrir bloggið - úr varð þetta bráðskemmtilega matarboð þar sem hver rétturinn var öðrum betri.

Spínatmauk á brauði

Spítnatmauk

Spínatmauk á brauði. 

Þessi réttur er með indversku ívafi, en palak paneer er spínatmauk með heimatilbúnum osti. Hér er hann frekar mildur fyrir íslenskan smekk, en það er um að gera að hrúga meira chili og meiri hvítlauk út í maukið, ef maður vill láta bíta svolítið í. Hægt er að gera maukið alveg vegan með því að nota steikt tofu í staðinn fyrir ostinn og kókosrjóma í staðinn fyrir rjómann.