Hvít pizza (sósulaus) – Pizza bianca

Á Ítalíu er aftur á móti gaman að fá sér pizzur án sósu og þær eru oft alveg sælgæti, þar sem hvítlauksolía og álegg úr góðu hráefni leika aðalhlutverk. Þarf ekki að vera flókið og gott að grípa til í hversdeginum. pitsa pizza hvít pitsa
Það er gaman að fá sér pizzur án sósu og þær eru oft alveg sælgæti, þar sem hvítlauksolía og álegg úr góðu hráefni leika aðalhlutverk. Þarf ekki að vera flókið og gott að grípa til í hversdeginum.

Hvít pizza (sósulaus)

Það er ekki nauðsynlegt að hafa pizzusósu á pizzu. Yfirleitt alltaf eru pizzur smurðar með sósu undir álegg hér á landi, a.m.k. á veitingastöðum. Á Ítalíu er aftur á móti gaman að fá sér pizzur án sósu og þær eru oft alveg sælgæti, þar sem hvítlauksolía og álegg úr góðu hráefni leika aðalhlutverk. Þarf ekki að vera flókið og gott að grípa til í hversdeginum. Í raun er góð hvítlauksolía og gott, gróft salt leynitrikkið í þessu öllu saman. Þegar föstudagspizzan er undirbúin, er góður siður að búa til ríflega af deiginu og eiga afganginn í ísskápnum.

PITSURÍTALÍA

.

Baka með hvítlauksolíu – einfaldasta gerð af hvítri pizzu, pizza bianca.

Þegar mann langar í „eitthvað“ og það á að vera heitt en fyrirhafnarlaust, er einfalt að rífa af deiginu, fletja út og baka með hvítlauksolíu og strá svo góðu salti yfir. Það er einfaldasta gerð af hvítri pizzu, pizza bianca.

Svo tekur ekki mikið lengri tíma að pensla deigið með góðri olíu, mörðum hvítlauk og rósmarín, rifinn ost, t.d. Ísbúa, eða einhverja samsetningu af osti, kannski mozzarella sneiðar, helst blámygluost, t.d. gorgonzola, salt og pipar yfir og síðast parmesan. Ekki er ónýtt að bæta við beikoni eða þessari pancetta, sem Ingó í Sælkerahorninu í Hagkaup í Kringlunni skar örfínt.

Hvít pitsa skinku með hvítlauksolíu

Það er líka allt í lagi að hafa bara skinku með hvítlauksolíu. Hér er prosciutto í aðalhlutverki, en auðvitað má nota hvaða uppáhalds skinku sem er. Hvorki ostur né tómatsósa er skylda í pizzugerð.

Hvít pitsa með túnfiski, kapers og klettasalati

Svo mætti athuga með ætiþistla úr dós, allt eftir því í hvernig stuði maður er. Eða túnfisk og kapers. Kannski smá klettasalat (rucola) yfir þegar hún er bökuð?

Þar sem pizza er upphaflega afgangamatur, eins og fleiri góðir réttir (omeletta, risotto, paella o.s.frv.), er upplagt að prófa sig áfram og leyfa hugmyndafluginu að ráða.

PITSURÍTALÍA

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Arabískur kjúklingur með möndlum og apríkósum

Marokkoskur kjuklingur

Arabískur kjúklingur með möndlum og apríkósum. Í síðustu Frakklandsferð okkar fengum við okkur ekta tajinu eða tagínu, sem er leirpottur (fyrir ofn eða eldavél) með háu loki sem mjókkar upp. Þetta er undurgóð matreiðsluaðferð. En auðvitað er ekki nauðsynlegt að eiga svona græju, réttinn má elda í bakaraofni á lágum hita í tvær klst.

Lauk-, sveppa- og beikonbaka

Lauk-, sveppa- og beikonbaka.  Áskorun síðasta árs var að birta borðsiðafærslur í hverri viku allt árið. Það gekk eftir og vakti lukku. Áskorun ársins er að fá amk 30 gestabloggara til að útbúa góðgæti fyrir síðuna. Signý Sæmundsdóttir söngkona ríður á vaðið. Það er notalegt að heimsækja Signýju og létt yfir henni að vanda. „Þegar Albert bað mig að vera gestgjafi á blogginu sínu vinsæla þá ákvað eg að hafa Brunch thema. Baka passar alltaf á Brunch borðið og þá kom Lauk-, sveppa og beikonbaka upp í hugann. Hún er lystug og góð og gefur góða fyllingu í magann. Með kaffinu var Appelsínu- og súkkulaðiformkaka.