Auglýsing
Pönnukökur - þjóðlegar með góðum kaffisopa pönnukökuuppskrift upprúllaðar rjómapönnukökur rjómi sykur sykri pönnsur
Upprúllaðar pönnukökur

Pönnukökur – þjóðlegar með góðum kaffisopa

Upprúllaðar pönnukökur með sykri teljast víst seint til hollustufæðis en mikið er gott að smakka þær annað slagið með góðum kaffisopa. Ætli megi ekki segja að fortíðarþrá fylgi þeim. Það er ágætt að setja smávegis af uppáhelltu kaffi saman við deigið.

— PÖNNUKÖKURSÓLARPÖNNUKÖKUR — VÖFFLURLUMMUR — ÍSLENSKT

.

Pönnukökur

250 g hveiti

1 tsk lyftiduft

1/2 tsk matarsódi

1 msk (púður)sykur

1/3 tsk salt

1 tsk vanilla

6-7 dl (soya)mjólk jafnvel meira (deigið á að vera þunnt)

2 egg

2-3 msk olía eða brætt smjörlíki

Blandið saman þurrefnum í skál og vætið í með mjólkinni. Bætið eggjum saman við hræruna og að síðustu er olíunni bætt út í. Steikið á vel heitri pönnukökupönnu.

— PÖNNUKÖKURSÓLARPÖNNUKÖKUR — VÖFFLURLUMMUR — ÍSLENSKT

.

Rjómapönnukökur pönnukökur með rjóma. Sulta rjómi pönnsur
Svo eru pönnukökur með sultu og rjóma ekki síðri 🙂

— ÞJÓÐLEGAR PÖNNUKÖKUR —

Auglýsing