Rjómapönnukökur – þjóðlegar og góðar

Rjómapönnukökur - þjóðlegar og góðar. Segja má að pönnukökur eigi alltaf við, hvort sem um er að ræða upprúllaðar pönnsur eða rjómapönnukökur. Rjómapönnukökur pönnukökur með rjóma. Sulta rjómi pönnsur upprúllaðar sykur sykri Halldóra Eiríksdóttir deigið brennur við pönnukökupönnuna festist við pönnuna má þvo pönnukökupönnu
Pönnukökur eigi alltaf við – upprúllaðar eða rjómapönnukökur

Rjómapönnukökur – þjóðlegar og góðar

Segja má að pönnukökur eigi alltaf við, hvort sem um er að ræða upprúllaðar pönnsur eða rjómapönnukökur.

Það kemur fyrir á bestu bæjum að deigið festist við pönnuna. Ágætt ráð við því er að setja olíu á pönnuna og hita vel, mjög vel. Skafa síðan það sem brann við með pönnukökuspaðanum og þurrka yfir með eldhúspappír. Já og svo má ekki þvo pönnukökupönnur með sápuvatni.

🇮🇸

— PÖNNUKÖKURKAFFIMEÐLÆTI — BLÁBERJASULTAÞJÓÐLEGTRABARBARASULTAÍSLENSKT

🇮🇸

Rjómapönnukökur

250 g hveiti
1 tsk lyftiduft
1/2 tsk matarsódi
1 msk (púður)sykur
1/3 tsk salt
1 tsk vanilla
6-7 dl (soya)mjólk jafnvel meira (deigið á að vera þunnt)
2 egg
2-3 msk olía eða brætt smjörlíki

Blandið saman þurrefnum í skál og vætið í með mjólkinni. Bætið eggjum saman við hræruna og að síðustu er olíunni bætt út í. Steikið á vel heitri pönnukökupönnu.

Látið kólna, setjið sultu (rabarbarasultu eða bláberjasultu) og þeyttan rjóma inní, lokið og bjóðið í kaffi 🙂

🇮🇸

— PÖNNUKÖKURKAFFIMEÐLÆTI — BLÁBERJASULTARABARBARASULTAÍSLENSKT

— ÍSLENSKAR RJÓMAPÖNNUKÖKUR —

🇮🇸  🇮🇸

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Pekanpæ

Ótrúlega auðvelt pecanpæ. Ath að þetta er lítil uppskrift, hana má auðveldlega stækka með því að t.d. tvöfalda uppskriftina. Ármann kom hér við þegar pæið var tilbúðið og fékk að smakka...