Hvít pizza (sósulaus) – Pizza bianca

Á Ítalíu er aftur á móti gaman að fá sér pizzur án sósu og þær eru oft alveg sælgæti, þar sem hvítlauksolía og álegg úr góðu hráefni leika aðalhlutverk. Þarf ekki að vera flókið og gott að grípa til í hversdeginum. pitsa pizza hvít pitsa
Það er gaman að fá sér pizzur án sósu og þær eru oft alveg sælgæti, þar sem hvítlauksolía og álegg úr góðu hráefni leika aðalhlutverk. Þarf ekki að vera flókið og gott að grípa til í hversdeginum.

Hvít pizza (sósulaus)

Það er ekki nauðsynlegt að hafa pizzusósu á pizzu. Yfirleitt alltaf eru pizzur smurðar með sósu undir álegg hér á landi, a.m.k. á veitingastöðum. Á Ítalíu er aftur á móti gaman að fá sér pizzur án sósu og þær eru oft alveg sælgæti, þar sem hvítlauksolía og álegg úr góðu hráefni leika aðalhlutverk. Þarf ekki að vera flókið og gott að grípa til í hversdeginum. Í raun er góð hvítlauksolía og gott, gróft salt leynitrikkið í þessu öllu saman. Þegar föstudagspizzan er undirbúin, er góður siður að búa til ríflega af deiginu og eiga afganginn í ísskápnum.

PITSURÍTALÍA

.

Baka með hvítlauksolíu – einfaldasta gerð af hvítri pizzu, pizza bianca.

Þegar mann langar í „eitthvað“ og það á að vera heitt en fyrirhafnarlaust, er einfalt að rífa af deiginu, fletja út og baka með hvítlauksolíu og strá svo góðu salti yfir. Það er einfaldasta gerð af hvítri pizzu, pizza bianca.

Svo tekur ekki mikið lengri tíma að pensla deigið með góðri olíu, mörðum hvítlauk og rósmarín, rifinn ost, t.d. Ísbúa, eða einhverja samsetningu af osti, kannski mozzarella sneiðar, helst blámygluost, t.d. gorgonzola, salt og pipar yfir og síðast parmesan. Ekki er ónýtt að bæta við beikoni eða þessari pancetta, sem Ingó í Sælkerahorninu í Hagkaup í Kringlunni skar örfínt.

Hvít pitsa skinku með hvítlauksolíu

Það er líka allt í lagi að hafa bara skinku með hvítlauksolíu. Hér er prosciutto í aðalhlutverki, en auðvitað má nota hvaða uppáhalds skinku sem er. Hvorki ostur né tómatsósa er skylda í pizzugerð.

Hvít pitsa með túnfiski, kapers og klettasalati

Svo mætti athuga með ætiþistla úr dós, allt eftir því í hvernig stuði maður er. Eða túnfisk og kapers. Kannski smá klettasalat (rucola) yfir þegar hún er bökuð?

Þar sem pizza er upphaflega afgangamatur, eins og fleiri góðir réttir (omeletta, risotto, paella o.s.frv.), er upplagt að prófa sig áfram og leyfa hugmyndafluginu að ráða.

PITSURÍTALÍA

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.