
Grískur sítrónu/hvítlauks saltfiskur
Elvar vinur okkar í Ektafiski á Hauganesi sendi okkur saltfisk, og engan venjulega saltfisk. Michelin staðir í Piamonte og Lombardia á Ítalíu fær samskonar saltfisk og vill engan annan. Næstu sjö daga birtist einn saltfiskréttur á dag frá nokkrum vel völdum Miðjarðarhafslöndum.
1/7 Miðjarðarhafið – Grikkland
🇬🇷
— EKTAFISKUR — SALTFISKUR — GRIKKLAND — ÍTALÍA — HAUGANES — MICHELIN — MIÐJARÐARHAFIÐ —
🇬🇷
Grískur sítrónu/hvítlauks saltfiskur
800 g saltfiskur
1/3 b hveiti
1 tsk kóríander
3/4 tsk paprikuduft
3/4 tsk cumin
1/2 tsk svartur pipar
5 msk sítrónusafi
5 msk ólífuolía
3-4 msk smjör
5 hvítlauksrif, marin
söxuð steinselja
Skerið saltfiskinn í bita.
Blandið saman í skál hveiti, kóríander, papriku, cumín.
Dýfið fiskinum í sítrónusafann, veltið síðan upp úr hveitinu og steikið á báðum hliðum í ólífuolíu á pönnu.
Bætið smjöri á pönnuna.
Blandið hvítlauk og steinselju saman við sítrónusafann og hellið á pönnuna.
Setjið soðnar kartöflur á pönnuna og steikið þangað til fiskurinn er gegnsteiktur.
Berið fram með grísku salati eða Kínóasalati.
🇬🇷
— EKTAFISKUR — SALTFISKUR — GRIKKLAND — ÍTALÍA — HAUGANES — MICHELIN — MIÐJARÐARHAFIÐ —
— GRÍSKUR HVÍTLAUKS/SÍTRÓNU SALTFISKUR —
🇬🇷
