Grískur sítrónu/hvítlauks saltfiskur

Grískur sítrónu/hvítlauks saltfiskur grikkland grískur matur ektafiskur hauganes elvar reykjalín
Grískur sítrónu/hvítlauks saltfiskur

Grískur sítrónu/hvítlauks saltfiskur

Elvar vinur okkar í Ektafiski á Hauganesi sendi okkur saltfisk, og engan venjulega saltfisk. Michelin staðir í Piamonte og Lombardia á Ítalíu fær samskonar saltfisk og vill engan annan. Næstu sjö daga birtist einn saltfiskréttur á dag frá nokkrum vel völdum Miðjarðarhafslöndum.

1/7 Miðjarðarhafið – Grikkland

🇬🇷

EKTAFISKURSALTFISKURGRIKKLANDÍTALÍAHAUGANESMICHELINMIÐJARÐARHAFIÐ

🇬🇷

Grískur sítrónu/hvítlauks saltfiskur

800 g saltfiskur
1/3 b hveiti
1 tsk kóríander
3/4 tsk paprikuduft
3/4 tsk cumin
1/2 tsk svartur pipar
5 msk sítrónusafi
5 msk ólífuolía
3-4 msk smjör
5 hvítlauksrif, marin
söxuð steinselja

Skerið saltfiskinn í bita.
Blandið saman í skál hveiti, kóríander, papriku, cumín.

Dýfið fiskinum í sítrónusafann, veltið síðan upp úr hveitinu og steikið á báðum hliðum í ólífuolíu á pönnu.
Bætið smjöri á pönnuna.
Blandið hvítlauk og steinselju saman við sítrónusafann og hellið á pönnuna.
Setjið soðnar kartöflur á pönnuna og steikið þangað til fiskurinn er gegnsteiktur.
Berið fram með grísku salati eða Kínóasalati.

🇬🇷

EKTAFISKURSALTFISKURGRIKKLANDÍTALÍAHAUGANESMICHELINMIÐJARÐARHAFIÐ

GRÍSKUR HVÍTLAUKS/SÍTRÓNU SALTFISKUR

VEFVERSLUN EKTAFISKS

🇬🇷

Grískur sítrónu/hvítlauks saltfiskur grikkland grískur matur ektafiskur hauganes elvar reykjalín
Grískur saltfiskur. Færslan er unnin í samvinnu við Ektafisk

 

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Heitur ofnréttur Önnu Siggu – sá allra vinsælasti

Heitur ofnréttur Önnu Siggu. Anna Sigga Helgadóttir tók ljúflega í að elda fyrir bloggið. Leiðir okkar lágu saman þegar hún eldaði fyrir mig á Gestgjafaárum mínum. Á meðan rétturinn var í ofninum náði hún í blaðið sem kom út 2003 og það vakti kátínu okkar að hún var með sömu svuntu núna og þá. „Mamma mín eldaði oft þennan ofnrétt á sunnudgagskvöldum hérna í den og öllum þótti hann alveg ótrúlega góður, í hvert skipti." segir söngkonan Anna Sigga

Arabískur kjúklingur með möndlum og apríkósum

Marokkoskur kjuklingur

Arabískur kjúklingur með möndlum og apríkósum. Í síðustu Frakklandsferð okkar fengum við okkur ekta tajinu eða tagínu, sem er leirpottur (fyrir ofn eða eldavél) með háu loki sem mjókkar upp. Þetta er undurgóð matreiðsluaðferð. En auðvitað er ekki nauðsynlegt að eiga svona græju, réttinn má elda í bakaraofni á lágum hita í tvær klst.