Marokkóskur saltfiskur með engifer og saffran

Marokkóskur saltfiskur með engifer og saffran marokkó ektafiskur hauganes elvar reykjalín
Marokkóskur saltfiskur með engifer og saffran

Marokkóskur saltfiskur með engifer og saffran

Áfram heldur saltfiskveislan með Ektafiski á Hauganesi. Ef þið eigið ekki tagínu þá hvaða form sem er sem þolir að fara í ofn. Gott er að bera fram með kúskús.

🇲🇦

MAROKKÓSALTFISKUREKTAFISKURTAGÍNAKÚSKÚSHAUGANES

2/7 Miðjarðarhafið – Marokkó

🇲🇦

Marokkóskur saltfiskur með engifer og saffran

🇲🇦

Marokkóskur saltfiskur með engifer og saffran

6-800 g saltfiskur
1 dl söxuð steinselja
2 msk saxað kóríander
1/2 b ólífuolía
2 tsk paprikuduft
saffran
1 tsk engifer
1 sítróna
1 ds tómatar
2 hvítlauksrif, söxuð
1 tsk cumín
salt og pipar
2 gulrætur, skornar í bita
1 laukur, saxaður
1/2 b svartar ólífur

Blandið saman í skál steinselju, kóríander, olíu, papriku, saffran og engifer. Bætið við safa úr hálfri sítrónu. Marinerið fiskinn í þessu í einn til tvo tíma.

Léttsteikið lauk og gulrætur á pönnu bætið við tómötum, hvítlauk og cumín. Sjóðið í nokkrar mínútur eða þar til gulræturnar hafa mýkst.

Setjið þriðjunginn í botn á tagínu eða formi, raðið fiskinum á og restina af maukinu yfir. Dreifið ólífum yfir, setjið lokið á eða álpappír yfir. Eldið í ofni í um 20 mín eða þar til fiskurinn er soðinn í gegn.

Marokkóskur saltfiskur með engifer og saffran. Færslan er unnin í samvinnu við Ektafisk

🇲🇦

MAROKKÓSALTFISKURTAGÍNAKÚSKÚS

MAROKKÓSKUR SALTFISKUR MEÐ ENGFER OG SAFFRAN

VEFVERSLUN EKTAFISKS

🇲🇦

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Volcano Crepes í Lækjargötu

Volcano Crepes í Lækjargötu. Í Mæðragarðinum við Lækjargötu í Reykjavík er hægt að fá ekta franskar crepes. Þær eru mjööööög góðar. Smelltu HÉR til að sjá myndbandið

Múslí – heimagert og meiriháttar

Múslí. Fjölmargt er hægt að nota til að útbúa sitt eigið múslí, það er bæði auðvelt og skapandi. Hér er uppskrift sem ég hef til hliðsjónar. Ekki láta hugfallast þó eitthvað vanti, það er ekki hundrað í hættunni. Oftast nota ég rúsínur en vel má nota aðra þurrkaða niðursaxaða ávexti eða ber. Þá eykur það fjölbreytnina að blanda saman við tilbúnu góðu múslíi.

Sítrónukjúklingur Gissurar Páls

Sitronukjuklingur

Sítrónukjúklingur Gissurar Páls. Sítrónukjúklingur eða pollo al limone er algengur ítalskur réttur, en þar sem Gissur Páll heitir Páll, getum við kallað hann Pollo al Paolo...