Marokkóskur saltfiskur með engifer og saffran
Áfram heldur saltfiskveislan með Ektafiski á Hauganesi. Ef þið eigið ekki tagínu þá hvaða form sem er sem þolir að fara í ofn. Gott er að bera fram með kúskús.
🇲🇦
— MAROKKÓ — SALTFISKUR — EKTAFISKUR — TAGÍNA — KÚSKÚS — HAUGANES —
2/7 Miðjarðarhafið – Marokkó
🇲🇦
🇲🇦
Marokkóskur saltfiskur með engifer og saffran
6-800 g saltfiskur
1 dl söxuð steinselja
2 msk saxað kóríander
1/2 b ólífuolía
2 tsk paprikuduft
saffran
1 tsk engifer
1 sítróna
1 ds tómatar
2 hvítlauksrif, söxuð
1 tsk cumín
salt og pipar
2 gulrætur, skornar í bita
1 laukur, saxaður
1/2 b svartar ólífur
Blandið saman í skál steinselju, kóríander, olíu, papriku, saffran og engifer. Bætið við safa úr hálfri sítrónu. Marinerið fiskinn í þessu í einn til tvo tíma.
Léttsteikið lauk og gulrætur á pönnu bætið við tómötum, hvítlauk og cumín. Sjóðið í nokkrar mínútur eða þar til gulræturnar hafa mýkst.
Setjið þriðjunginn í botn á tagínu eða formi, raðið fiskinum á og restina af maukinu yfir. Dreifið ólífum yfir, setjið lokið á eða álpappír yfir. Eldið í ofni í um 20 mín eða þar til fiskurinn er soðinn í gegn.
🇲🇦
— MAROKKÓ — SALTFISKUR — TAGÍNA — KÚSKÚS —
— MAROKKÓSKUR SALTFISKUR MEÐ ENGFER OG SAFFRAN —
🇲🇦