Ófrystur ís

Ófrystur ís rjómaís ber rjómi eftirréttur ávextir ófrosinn ís ís sem ekki þarf að frysta
Ófrystur ís

 

Ófrystur ís

Hver segir að ís þurfi að vera frystur? Nafnið bendir auðvitað til þess og vissulega er ís frystur. Oftast. Jæja, ok, köllum þetta þá ískrem. Ég var nefnilega seinn með eftirrétt um daginn, ætlaði að búa til ís, rétt áður en gestirnir komu. Þeytti rauður með flórsykri og rjóma með vanillu, skellti þessu saman og smakkaði áður en það fór í frystinn. Hugsaði um leið: Hmm, þetta er miklu betra en ís!

Setti „ísinn“ því í kæli og bar hann fram, ófrystan með hellingi af bláberjum og vínberjum út í. Gestirnir voru himinlifandi.

.

RJÓMAÍSEFTIRRÉTTIREGGJAHVÍTUR

.

Ófrystur ís

4 eggjarauður
1 b flórsykur
½ l rjómi
2 msk vanillusykur

Þeytið rauður og flórsykur þar til stíft. Þeytið rjóma með vanillusykri sömuleiðis stífþeyttan. Skellið saman, bætið berjum út í og voilà.

Auðvitað má nota önnur bragðefni, hvað sem er og hvaða súkkulaði sem er, allt eftir smekk, en þessi er svona mest beisikk, eins og krakkarnir myndu segja.

.

RJÓMAÍSEFTIRRÉTTIREGGJAHVÍTUR

ÓFRYSTUR ÍS

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

 Salat með sesamkjúklingi

Salat með sesamkjúklingi. Í Lissabon í vor kynntumst við fjölmörgu skemmtilegu fólki sem hélt saman alla dagana sem við vorum þar. Eftir heimkomuna hittist hópurinn og snæddi saman portúgalskan mat. Stefán og Elsa komu með þetta salat, það gerist nú varla sumarlegra en þetta, fallegt á litinn og gott á bragðið.

Kryddbrauð – sex uppskriftir og þær eru hver annarri betri

Kryddbrauð - sex uppskriftir og þær eru hver annarri betri. Já ég veit, mér þykja kryddbrauð mjög góð, alveg súper-extra-mjög-góð. Mér var bent á það í dag að það væru sex kryddbrauðsuppskriftir á blogginu. Gaman að því :) Hér koma uppskriftirnar sex, þær eru ekki neinni sérstakri röð. Í öllum bænum bakið kryddbrauð, hellið uppá kaffi og haldið smá kaffiboð :)

Kúrbítsbrauð

Kúrbítsbrauð

Kúrbítsbrauð. Nú er ég farinn að nota heilhveiti mun meira en áður, stundum með venjulegu hveiti en oftast  ekki. Þó líkami okkar sé næstum því fullkominn þá ræður hann ekki við að melta heil hörfræ. Best finnst mér að mala þau í kaffikvörninni, matvinnsluvélar vinna illa á þeim.