Ófrystur ís

Ófrystur ís rjómaís ber rjómi eftirréttur ávextir ófrosinn ís ís sem ekki þarf að frysta
Ófrystur ís

 

Ófrystur ís

Hver segir að ís þurfi að vera frystur? Nafnið bendir auðvitað til þess og vissulega er ís frystur. Oftast. Jæja, ok, köllum þetta þá ískrem. Ég var nefnilega seinn með eftirrétt um daginn, ætlaði að búa til ís, rétt áður en gestirnir komu. Þeytti rauður með flórsykri og rjóma með vanillu, skellti þessu saman og smakkaði áður en það fór í frystinn. Hugsaði um leið: Hmm, þetta er miklu betra en ís!

Setti „ísinn“ því í kæli og bar hann fram, ófrystan með hellingi af bláberjum og vínberjum út í. Gestirnir voru himinlifandi.

.

RJÓMAÍSEFTIRRÉTTIREGGJAHVÍTUR

.

Ófrystur ís

4 eggjarauður
1 b flórsykur
½ l rjómi
2 msk vanillusykur

Þeytið rauður og flórsykur þar til stíft. Þeytið rjóma með vanillusykri sömuleiðis stífþeyttan. Skellið saman, bætið berjum út í og voilà.

Auðvitað má nota önnur bragðefni, hvað sem er og hvaða súkkulaði sem er, allt eftir smekk, en þessi er svona mest beisikk, eins og krakkarnir myndu segja.

.

RJÓMAÍSEFTIRRÉTTIREGGJAHVÍTUR

ÓFRYSTUR ÍS

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.