Auglýsing
Ítölsk saltfisksúpa ítalía Trastevere róm ítalskur matur súpa súpur saltfiskur ektafiskur hauganes elvar anna sigríður einarsdóttir miðjarðarhafið
Ítölsk saltfisksúpa

Ítölsk saltfisksúpa

Í einni af mörgum matarferðum til Rómar gaf Anna Sigríður Einarsdóttir, sem var með í ferðinni, okkur bók með uppskrifum frá Trastevere hverfinu í Róm. Og eins og áður: gæða saltfiskur frá Ektafiski.

🇮🇹

Auglýsing

7/7 Miðjarðarhafið – Ítalía

🇮🇹

EKTAFISKURSALTFISKUR ÍTALÍAANNA SIGRÍÐURSÚPURHAUGANES —  MIÐJARÐARHAFIÐ

🇮🇹

Ítölsk saltfisksúpa

500 g saltfiskur
300 g kartöflur
1 carlottulaukur
1-2 hvítlauksrif
1 msk saxað chili
3-4 msk olía
3 tómatar
1 ds niðursoðnir tómatar
1 dl ólífur

(salt) og pipar

Saxið laukinn og léttsteikið í olíunni, bætið við söxuðum hvítlauk og chili. Saxið tómatana og bætið við ásamt tómötum úr dós. Afhýðið kartöflurnar og skerið í bita. Bætið við ásamt um 1/2 l af vatni (eða meira) og látið sjóða í um 20 mín eða þangað til kartöflurnar eruð soðnar. Skerið saltfiskinn í bita og við ásamt ólífum. Sjóðið í nokkrar mínútur.  Saltið (ef þarf) og piprið.

🇮🇹

EKTAFISKURSALTFISKUR ÍTALÍAANNA SIGRÍÐURSÚPURHAUGANES —  MIÐJARÐARHAFIÐ

ÍTÖLSK SALTFISKSÚPA

🇮🇹

Ítölsk saltfisksúpa. Færslan er unnin í samvinnu við Ektafisk