Heydalur í Mjóafirði

Heydalur í Mjóafirði í Ísafjarðardjúpi mjóifjörður Stella Guðmundsdóttir stella í heydal náttúrulaug
Heydalur í Mjóafirði í Ísafjarðardjúpi

Heydalur í Mjóafirði

Í Hey­dal í Mjóafirði vestra býr páfagaukurinn Jakob. Hann kynnir sig með nafni og segir góðan daginn, halló og margt fleira. Reyndar kallaði hann á eftir okkur: Hommi! en ég veit ekki hvort hann gerir það við alla (grín).

Stella Guðmundsdóttir er fyrrverandi skólastjóri, en rekur ferðaþjónustuna í Heydal ásamt Gísla syni sínum. Þar er gott að kúpla sig frá hversdagslífinu yfir eina helgi eða svo, en við höfum bæði gist þar um hávetur og í sól og sumaryl. Í þessu ævintýralandi er gisting á sveita­hót­eli, í sum­ar­bú­stöðum eða á tjaldsvæði.

Hlöðunni var breytt í veitingastað og þar er boðið upp á mat úr hrá­efni úr heima­byggð og bleikju úr bleikju­eldinu á staðnum. Þá er fjöl­breytt afþrey­ing í boði fyr­ir gesti, hesta­leiga, kaj­ak­sigl­ing­ar, göngu­ferðir, veiði, heit­ir pott­ar og nátt­úru­laug.

MJÓIFJÖRÐURFERÐAST UM ÍSLANDLUNDIBLEIKJASALTFISKURRABARBARI

🇮🇸

Inngangurinn í veitingastaðinn í Heydal

 

Reyktur lundi úr Ísafjarðardjíupi með sesamlegi, bláberjamauki og melónukúlum
Grafin bleikja með sinnepssósu
Nýveidd eldisbleikja úr Heydal með grænu pestói, rósmarín kartöflum og salati
Nýveidd eldisbleikja úr Heydal með gráðaosti
Vestfirskur saltfiskur með súrsuðum lauk og papriku
Osta- og spínatfyllt kjúklingabringa með sveppum og lauk
Bláberjadraumur ferðalangsins. Heydalsbláber, möndlumakkarónur, súkkulaði, heslihnetur, bláberjalíkjör og vanilluís
Heit rabarbarabaka úr garði Elínusar með vanilluís
Páfagaukurinn Kobbi er kominn á þrítugsaldur og er hinn sprækasti. Hann talar ótrúlega skýrt og nýtir hvert tækifæri til að láta ljós sitt skína
Í Heydal er hestaleiga, hægt að fara á kajak, í norðurljósafeðir og margt fleira
Heydalur í Mjóafirði í Ísafjarðardjúpi
Við gamla fjárhúsið eru tveir útipottar. Fjárhúsinu hefur verið breytt í sundlaug og suðrænan aldingarð – þangað er ævintýralegt að koma.
Fátt jafnast á við heitt heimabakað brauð í morgunmat.
Albert og Stella í Heydal

 

MJÓIFJÖRÐURFERÐAST UM ÍSLANDLUNDIBLEIKJASALTFISKURRABARBARI

🇮🇸

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.