Raffaello – kókoskúlurnar rosalegu

Raffaello kókoskúlur kókosmjöl kúlur
Raffaello

Raffaello

Bara svo allt sé á hreinu þá eru þetta ekki ekta Raffaello ítölsku kúlurnar góðu – en þessar eru samt mjög góðar. Einfalt að útbúa.

.

KÚLURKÓKOSMJÖLNAMMIÍTALÍAKÓKOSKÚLUR

.

Raffaello

300 g hvítt súkkulaði
50-60 g smjör
2 1/2 b gróft kókosmjöl + 3/4 b til að velta uppúr
1 b gróft saxaðar möndlur, án hýðis
smá salt

Bræðið súkkulaði og smjör í vatnsbaði. Stetjið kókosmjöl og salt í stóra skál.
Hellið súkkulaðinu saman við og blandið saman. Athugið að deigið á að vera svolítið blautt.
Notið teskeið til að móta kúlur, veltið þeim upp úr kókosmjöli og þjappið því á kúluna.
Kælið kúlurnar.
Takið kúlurnar úr ísskápnum um klukkustund áður en þær eru bornar á borð.

.

KÚLURKÓKOSMJÖLNAMMIÍTALÍAKÓKOSKÚLUR

RAFFAELLO

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Limeterta

Lime terta

Limeterta. Mikið er gaman að prófa nýjar uppskriftir. Þegar von er á gestum er upplagt að prófa nýtt kaffimeðlæti. Það er fljótlegt að útbúa þessa limetertu - kannski virkar hún framandi við fyrstu sýn en hún er vel þess virði að prófa. Það þarf ekki að bíða eftir að deigið lyfti sér, enginn bakstur, engin hætta á að hún falli. Ekkert vesen

Döðlu kexkökur

 

Döðlu kexkökur. Í nokkur ár höfum við Bergþór dæmt í jólasmákökusamkeppni hjá Opus lögmönnum, í ár fengum við þokkadísina Völu Matt til að dæma með okkur. Hér vinningsuppskrift Oddgeirs í smákökusamkeppninni.