Sælkerar par excellence á Ísafirði

Bergþór, Baldur sæmundsson ólöf guðjónsdóttir snittur með gæsalifrar terrine og andalifrar paté Veuve Clicquot kampavín Frakkland Dagbjört Hjaltadóttir Súðavík aðalbláber bláber og Guðlaug jónsdóttir Karl Kristján Ásgeirsson ísafjörður hótel saga grillið
Bergþór, Baldur og Guðlaug

Sælkerar par excellence á Ísafirði

Fyrir áratug gáfu hjónin og matreiðslumeistararnir Guðlaug Jónsdóttir og Karl Kristján Ásgeirsson, á Ísafirði út bókina „Boðið vestur“. Guðlaug er ákaflega ritfær og bókin er full af fróðleik um vestfirskan mat og matarhefð. Uppskriftirnar byggjast á hráefni að vestan. Afar vönduð bók og eiguleg.

Þegar við fluttum til Ísafjarðar, heyrðum við fljótlega af þessum 5 stjörnu sælkerum, en vissum ekki að þau ættu garðinn sem var svo fallegur, ræktarlegur og smart að við urðum að taka mynd. Enda kom í ljós í matarboði hjá þeim að nostrað er við hvert smáatriði frá A til Ö, eins og nostrið við garðinn hafði gefið til kynna.

Didda og Kalli kynntust í Grillinu á Hótel Sögu þar sem þau lærðu bæði – það gerðu einnig vinahjón þeirra, Baldur Sæmundsson, áfangastjóri í M.K. og Ólöf Guðjónsdóttir, þjónn á Vox, sem voru þeim til fulltingis í boðinu. Og þar var allt hægt að læra um framreiðslu, vín og eldamennsku.

Á pallinum var opnað Veuve Clicquot kampavín frá 2008 sem þau höfðu keypt í höfuðstöðvunum í Frakklandi. Með þessu voru snittur með gæsalifrar terrine og andalifrar paté. Þá færðum við okkur í gróðurhúsið þar sem ekki færri en 6 forréttir voru á hverjum diski. Lambafillé á beini var svo grillað í grilli sem hægt er að stilla hitann á og borið fram með smjörsteiktum steinseljukartöflum, dásamlegri sósu, snöggsoðnu grænmeti og maís. Lostæti. Í lokin var svo eftirréttur úr Boðið vestur úr smiðju Dagbjartar Hjaltadóttur kennara á Súðavík.

Sannkallaðir höfðingjar og sælkerar par excellence heim að sækja.

ÍSAFJÖRÐURLAMBAKJÖTLUNDIKAMPAVÍNAÐALBLÁBERFRAKKLANDSÚÐAVÍK

.

Skálað í kampavíni. Didda, Kalli, Ólöf og Baldur fóru til Reims, sem er höfuðborg kampavínsins í Frakklandi sumarið 2019. „Þar heimsóttum við þrjá framleiðendur – Tattinger, Pommery og síðast en ekki síst Veuve Clicquot en þar keyptum við kampavínið sem við drukkum í gær og kallast á íslensku Gula ekkjan (Veuve Clicquot). Þetta vín er svo kallað árgangsvín og frá árinu 2008.”
Forrétturinn var bæði fjölbreyttur og ljúffengur. Bleikja veidd í Hrútafjarðará, reykt á Skútustöðum í Mývatnssveit. Piparrótarsósa og extra rifin piparrót – dill úr gróðurhúsinu með. Rækjur úr Kampa á Ísafirði með chilli, hvítlauk, appelsínu og kóríander. Reyktur Vigurlundi með aðalbláberjavinagrette. Kræklingur soðinn í Dyndjanda – bjór frá Dokkunni á Ísafirði. Humar steiktur í smjöri með hvítlauk og steinselju. Æringi – grafið ærfille með sólberjasultu.
Glæsilegt matarborðið, fallega brotnar servíettur og íslenski fáninn sem borðskreyting
Ólöf, Albert, Karl, Bergþór og Baldur
Smjörsteiktar kartöflur
Lambið var grillað og síðan sett yfir það græn sósa. „Við köllum þetta “Hrútafjarðarspecial” okkar á milli hundasúrur, haugarfi, graslaukur, garðablóðberg, salvía, steinselja, basil, rósmarín, smá hvítlaukur, ólífuolía og salt og pipar. Mjög misjafnt hvaða jurtir við notum, bara það sem við eigum. Notum líka mjög oft blóðberg á sumrin og höfum það þá í aðalhlutverki, stundum bara blóðberg.” segir Didda.
Eftirrétturinn, Berjapæja, kemur frá Dagbjörtu Hjaltadóttur í Súðavík og er í bókinni Boðið vestur

Berjapæja Dagbjartar – 6 litlar souffle skálar

1 ½ dl gróft spelt (eða heilhveiti)
1 ½ dl púðursykur
1 ½ dl tröllahafrar
¼ tsk. fínt salt
½ tsk. kanill
50 g lint smjör
————————————————
180 g aðalbláber – frosin eða ný, svolítill hrásykur

Blandið öllum þurrefnum saman í skál. Klípið smjörið saman við þannig að myndist gróf mylsna. Smyrjið souffle skálarnar með smjöri. Setjið berin í botninn á skálunum. Ef notuð eru frosin ber er gott að láta þau slakna aðeins í skálunum og strá síðan svolitlum hrásykri yfir þau. Myljið deigið yfir – fínt að hafa það um það bil tveggja cm þykkt. Bakið við 180°C í 20 mín.

Fagfólk að störfum, Karl skar kjötið og Ólöf þjónaði til borðs
Forréttardiskur
Snittur með gæsalifrar terrine og andalifrar paté
Matur er mannsins megin

.

ÍSAFJÖRÐURLAMBAKJÖTLUNDIKAMPAVÍNAÐALBLÁBERFRAKKLANDSÚÐAVÍK

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.