Vagninn á Flateyri – verulega góður matur

-- VAGNINN -- FLATEYRI -- ELÍSABET REYNISdóttir Beta Reynis -- FERÐAST UM ÍSLAND -- FISKUR --
Elísabet Reynisdóttir og Albert fyrir framan Vagninn á Flateyri

Vagninn á Flateyri – langbesti staðurinn

Loksins lét ég verða af því að borða á Vagninum landsfræga á Flateyri. Það þarf ekkert að orðlengja það að þar er alveg sjúklega góður matur hjá Elísabetu Reynisdóttur veitingakonu. Fiskurinn eins ferskur og hægt er – veiddur að morgni, diskarnir skreyttir með íslenskum jurtum, rúgbrauðið bakað á staðnum og eplakakan var nýkomin úr ofninum.

Úrvals hráefni, verðinu stillt í hóf og fínasta þjónusta. Þetta verður varla toppað – þið bara verðið að fara þangað sem allra fyrst.

VAGNINNFLATEYRIELÍSABET REYNISFERÐAST UM ÍSLANDFISKURPLOKKFISKUREPLAKAKA

.

Forrétturinn var lambafille á bankabyggi með grænum baunum
Einhver sá allra besti plokkfiskur sem ég hef smakkað. Með honum var nýbakað rúgbrauð.
Steiktur þorskur með hundasúrupestói, limesósu og sætkartöflumús
Undurgóður skyreftirréttur með marineruðum rabarbara og marengskurli
Nýbökuð eplakaka
Vagninn á Flateyri

.

VAGNINNFLATEYRIELÍSABET REYNISFERÐAST UM ÍSLANDFISKURPLOKKFISKUREPLAKAKA

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.