Auglýsing
-- VAGNINN -- FLATEYRI -- ELÍSABET REYNISdóttir Beta Reynis -- FERÐAST UM ÍSLAND -- FISKUR --
Elísabet Reynisdóttir og Albert fyrir framan Vagninn á Flateyri

Vagninn á Flateyri – langbesti staðurinn

Loksins lét ég verða af því að borða á Vagninum landsfræga á Flateyri. Það þarf ekkert að orðlengja það að þar er alveg sjúklega góður matur hjá Elísabetu Reynisdóttur veitingakonu. Fiskurinn eins ferskur og hægt er – veiddur að morgni, diskarnir skreyttir með íslenskum jurtum, rúgbrauðið bakað á staðnum og eplakakan var nýkomin úr ofninum.

Úrvals hráefni, verðinu stillt í hóf og fínasta þjónusta. Þetta verður varla toppað – þið bara verðið að fara þangað sem allra fyrst.

Auglýsing

VAGNINNFLATEYRIELÍSABET REYNISFERÐAST UM ÍSLANDFISKURPLOKKFISKUREPLAKAKA

.

Forrétturinn var lambafille á bankabyggi með grænum baunum
Einhver sá allra besti plokkfiskur sem ég hef smakkað. Með honum var nýbakað rúgbrauð.
Steiktur þorskur með hundasúrupestói, limesósu og sætkartöflumús
Undurgóður skyreftirréttur með marineruðum rabarbara og marengskurli
Nýbökuð eplakaka
Vagninn á Flateyri

.

VAGNINNFLATEYRIELÍSABET REYNISFERÐAST UM ÍSLANDFISKURPLOKKFISKUREPLAKAKA

.