
Vagninn á Flateyri – langbesti staðurinn
Loksins lét ég verða af því að borða á Vagninum landsfræga á Flateyri. Það þarf ekkert að orðlengja það að þar er alveg sjúklega góður matur hjá Elísabetu Reynisdóttur veitingakonu. Fiskurinn eins ferskur og hægt er – veiddur að morgni, diskarnir skreyttir með íslenskum jurtum, rúgbrauðið bakað á staðnum og eplakakan var nýkomin úr ofninum.
Úrvals hráefni, verðinu stillt í hóf og fínasta þjónusta. Þetta verður varla toppað – þið bara verðið að fara þangað sem allra fyrst.
— VAGNINN — FLATEYRI — ELÍSABET REYNIS — FERÐAST UM ÍSLAND — FISKUR — PLOKKFISKUR — EPLAKAKA —
.






.
— VAGNINN — FLATEYRI — ELÍSABET REYNIS — FERÐAST UM ÍSLAND — FISKUR — PLOKKFISKUR — EPLAKAKA —
.