Canopy hótel og Geiri Smart

Geiri Smart restaurant Geiri Smart á Hverfisgötu hverfisgata canopy hótel
Geiri Smart á Hverfisgötu. Getum mælt heilshugar með Geira Smart og Canopy hótelinu.

Canopy hótel og Geiri Smart restaurant

Stundum leitum við langt yfir skammt. Hvernig væri að fara til einhvers eftirsóttasta ferðamannalands í heimi á lúxus hótel án þess að þurfa að vakna fyrir allar aldir til að fara í flug, græða þannig marga klukkutíma, borga smápeninga fyrir farið, mæta bara og vera kominn í frí eins og hendi sé veifað. Í þetta skiptið prófuðum við Canopy hótelið í hjarta borgarinnar, rétt fyrir ofan Þjóðleikhúsið. Þar er allt fyrsta flokks, vandað, fallegt, notalegt, einfalt og smart. Greinilegt að hótelstjórinn vakir yfir hverju smáatriði.

GEIRI SMARTVEITINGASTAÐIRÍSLANDHVERFISGATA

.

Geiri Smart restaurant

Auðvitað máttum við til með að fara á Geira Smart að borða. Það er auðvelt að ímynda sér að maður sé erlendis, hvarvetna heyrist útlenska. Mikið er nú gaman að hafa tekið upp eðlilegt líf og geta komist út á lífið, og virt fyrir sér mannlífið sem er svo skemmtilegt, amerísk kona segir barþjóninum ævisöguna meðan hann blandar kokteil o.s.frv. Þó að staðurinn sé sneisafullur er hljóðvistin góð.

Á Geira smart er opið inn í eldhúsið og hægt að fylgjast með matreiðslumönnunum að störfum

Á Geira Smart eru íslensk, þægileg húsgögn, nýtískulegt andrúmsloft en alls ekki gerilsneytt, eins og stundum vill verða þegar hönnuðir verða of móderne, heldur mjög notalegt og hlýlegt. Viður, flauel og háglans flísar mynda mjúkt mótvægi við hráa steinsteypu og lýsingin er alls staðar unnin af alúð í öllu hótelinu.

Óáfengur koktell

Niko tók á móti okkur með fáguðu en frjálslegu, glaðlegu og persónulegu yfirbragði. Til þjónustu reiðubúinn í bókstaflegri merkingu, maður var alveg öruggur um að hann heyrði allt sem beðið var um, aldrei uppáþrengjandi, en hafði fumlausa tilfinningu fyrir öllu, svona eins og hann læsi hugsanir. Sumir eru bara með þetta.

Geiri Smart bregst ekki og því báðum við Niko að koma okkur á óvart og urðum ekki fyrir vonbrigðum frekar en fyrri daginn. Í byrjun kom hættulega gott volgt brauð með trufflusmjöri. Við stóðumst næstum ekki freistinguna að belgja okkur ekki út fyrir matinn.

Himneskt grafið lamb, pikklaður humar og túnfisk-tartar

Við fengum þrjá forrétti til að bragða á, ferskt túnfisk-tartar (með þægilegum keim af wasabi, mangó, engifer og sesamfræjum), stökkur og góður pikklaður humar (djúpsteiktur á bao – gufusoðnu – brauði með kimchi majó og vorlauk) og himneskt grafið lamb (með gráðostasósu neðst, rauðlauk, brúnuðu smjöri og möndlum).

Það var bæði ljúft og skylt að skola þessu niður með Búrgúndí Chablis; St. Martin Domaine Laroche

Dúnmjúk nautalund með villisveppum, perlulauk, soðsósu, kartöflu-krókettu, brokkólíni, rauðvínssósu og svertu hvítlauksmajónesi, sem toppaði allt, jammíjamm.

Nú voru bragðlaukarnir komnir í gott skap og æstir í að láta fara með sig í aðra ævintýraferð.

Það varð uppi fótur og fit hjá þeim, þegar dúnmjúkar nautalundir birtust, með villisveppum, perlulauk, soðsósu, kartöflu-krókettu, brokkólíni, rauðvínssósu og svertu hvítlauksmajónesi, sem toppaði allt, jammíjamm. Með því var drukkið norður-spænskt rauðvín, Ramón Bilbao Gran reserva úr 100% tempranillo þrúgu, alveg geggjað vín, með góðri eik, vanillu-, súkkulaði- og berjakeim.

Fiskur dagsins: splunkunýr pönnusteiktur þorskur með gulrótakremi, regnbogagulrótum, niðursoðnu hvítvínssoði, vatnakarsa, blaðlauk og litlum tómötum á stilki.

Ekki síðri var fiskur dagsins sem var splunkunýr pönnusteiktur þorskur með gulrótakremi, regnbogagulrótum, niðursoðnu hvítvínssoði, vatnakarsa, blaðlauk og litlum tómötum á stilki.

1) Mascarpone ostur með brenndu hvítu súkkulaði, 2) jarðarber og hvítt súkkulaði með ylliblóma marengs á lagköku og 3) súkkulaði-mousse með kaffi- og hindberja-sorbet

Við urðum að prófa þrjá eftirrétti, súkkulaði-mousse með kaffi- og hindberja-sorbet og yuzu, mascarpone ost með brenndu hvítu súkkulaði, estragon, hunangi og sítrus og að lokum jarðarber og hvítt súkkulaði með ylliblóma marengs á lagköku.

Nú klöppuðu allar frumur í bragðlaukunum og við fögnuðum því líka að vera komnir í frí, sem kostar ekki nema brot af því að fara til útlanda.

Getum mælt heilshugar með Geira Smart og Canopy hótelinu
Canopy hótel
Morgunverðurinn var bæði fjölbreyttur, bragðgóður og fallega framsettur.
Morgunverðurinn var bæði fjölbreyttur, bragðgóður og fallega framsettur.

Getum mælt heilshugar með Geira Smart og Canopy hótelinu.

.

GEIRI SMARTVEITINGASTAÐIRÍSLANDHVERFISGATA

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.