Spínatlasagna með kasjúhnetuosti

 

Kristín Mjöll Jakobsdóttir fræ sér spínatlasagna með kasjúhnetuosti patreksfjörður
Kristín Mjöll Jakobsdóttir fræ sér spínatlasagna með kasjúhnetuosti

Spínatlasagna með kasjúhnetuosti – Vegan

Kristín Mjöll Jakobsdóttir skólastjóri Tónlistarskóla Vesturbyggðar á Patreksfirði hefur síðustu vikur tekið mataræði sitt í gegn með góðum árangri. Hún fastar, borðar meira grænmeti, undirbýr að láta fræ spíra, borðar fisk og neytir hreinni fæðu en áður – allt eftir fyrirfram ákveðnu prógrammi. Aðspurð um árangurinn segist hún finna fyrir aukinni orku og kílóin fjúka af henni. Uppskriftirnar eru frá námskeiðinu sem Heilsubankinn stóð fyrir, þær eru hér lítillega breyttar.

SPÍNATLASAGNAKASJÚHNETURPATREKSFJÖRÐUR

.

Kúrbítslasagna

Kúrbítslasagna – vegan

Basilíku-kasjú ostur
1 bolli kasjúhnetur
½ bolli möndlumjólk
¼ bolli fersk basilikublöð
2 hvítlauksgeirar
½ tsk sjávarsalt

Kúrbíts- og graskerslasagna (mín útgáfa af Kúrbítslasagna)
1-2 stk meðalstórir kúrbítar
1/2 butternut squash (grasker)
Sjávarsalt
Fersk basilika, til skreytingar
Ólífuolía, til að skvetta yfir

Sveppa- og spínatfylling
700 gr sveppir – skornir í þunnar sneiðar
400 gr ferskt spínat
1 laukur – skorinn í sneiðar
1 msk ólífuolía
Hvítlauksgeiri – pressaður

Hitið ofninn í 190°C. Blandið saman Basiliku-Kasjú-ostinum í blandara.
Hitið olíuna á pönnu. Steikið laukinn í um 3 – 4 mínútur. Bætið við hvítlauk, sveppum og spínati. Steikið í um 5 – 10 mínútur, þar til það fer að gefa frá sér góðan ilm. Bragðbætið með salti og pipar.
Skerið graskerið í þunnar sneiðar eftir endilöngu og setjið í ofnfast mót. Hellið vatni yfir svo að fljóti yfir. Sjóðið í ofni í 20-25 mínútur eða þangað til meyrt. Takið út úr ofninum og hellið vatninu af.
Skerið kúrbít í þunnar sneiðar eftir endilöngu. Hægt að nota mandolin eða ostaskera. Saltið kúrbítssneiðarnar og leggið til hliðar í um 20 mínútur til að ná vökvanum úr. Kreistið eins mikinn vökva og þið getið úr kúrbítssneiðunum.
Setjið þunnt lag af fyllingunni í ofan á graskerið og því næst kasjúost. Leggið yfir kúrbítssneiðar. Setjið annað lag af fyllingunni yfir ásamt lagi af kasjúosti. Skreytið með ferskri basilíku og skvettið smá ólífuolíu yfir.
Hyljið með álpappír og bakið í um 30 mínútur. Takið álpappírinn af og bakið í aðrar 20 – 25 mínútur eða þangað til orðið gullið. Látið lasagnaið standa í um 15 mínútur áður en skerið og berið fram.
Mörgum finnst gott að gera meira magn af ostinum.

 

Salatið góða

 

Hvítkálssalat með tahini sósu

3 bollar rifið hvítkál (má blanda saman hvítkáli og rauðkáli)
1 bolli belgbaunir, skornir af endarnir og skornar langsum í þunnar lengjur
2 vorlaukar – saxaðir
3 rósakál – þunnt sneitt
½ bolli rifnar gulrætur
½ bolli baunaspírur eða aðrar spírur
½ bolli furuhnetur
1 msk sesamfræ
Tahini sósa
2 msk ólífuolía
1 msk ristuð sesam olía
1 msk hrátt eplaedik
1 tsk tamari sósa
1 ½ msk tahini
Nokkrir dropar af stevíu, eftir smekk
½ tsk fersk engiferrót, smátt rifin
Salt og pipar

Blandið saman öllu í dressinguna í litla skál. Blandið saman salatefninu. Hellið dressingunni yfir. Blandið saman. Látið standa um stund til að salatið taki í sig dressinguna. Ef þið viljið meiri dressingu, búið þá til annan skammt. Blandið inn söxuðu furuhnetunum og dreifið sesamfræjunum yfir, áður en borið er fram.

.

SPÍNATLASAGNAKASJÚHNETURPATREKSFJÖRÐUR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.

Fyrri færsla
Næsta færsla