Það sem maturinn á Pure Deli er himneskur á bragðið, fallega fram borinn og litagleðin í fyrirrúmi – allt heiðarlegt fram í fingurgóma. Við ákváðum að gerast enn hollari í nokkra daga og gerðumst fastagestir á Pure Deli– mæli fullkomlega með gæða matnum hjá þeim á Pure Deli í Urðarhvarfi í Kópavogi.
Spicy tunavefja, Pure Deli salat og Avókadó og kjúklingavefjaPitsa með perum, gráðaosti og kasjúhnetumSterk döðlu pitsa. Chilli, pepperoni, döðlur, mozarella, ítölsk sósa & parmesanKarrýkókossúpa sem ég útnefnndi bestu súpu á Íslandi um árið (það hefur ekki breyst) og fékk uppskriftina.Avókadópitsa. Avocado, klettasalat, tómatar og mozarella,Serrano pitsa. Klettasalat, mozzarella, pestó, ítölsk pizzusósa og parmesanGrænn búst: Avocado, spínat, engifer, epli og sítróna Bleikur búst: Jarðarber, mango, epli og mintaSveitasæla. Mozarella, parmesan, rjómaostur, lúxus sveitaskinka, sveppir oreganó og steinseljuolia.Pakistani Chicken og Avókadó vefjurAvókadó salatMargarita og Calzone (Sveppir, skinka, mozarella, ítölsk pizzusósa, hvítlauksolia & parmesan)Pure Deli Chicken Salat og Avókadó ToastÞað er helgarbrunch á Pure Deli laugardaga og sunnudaga frá 10-15. FÆRSLAN ER UNNIN Í SAMVINNU VIÐ PURE DELI
Rabarbari. Nú, þegar sveskjur, rúsínur og aðrir þurrkaðir ávextir eru ófáanlegir er rabarbarinn mjög nauðsynlegur. Það má geyma rabarbara á margan hátt, t.d. búa til úr honum sultutau eða saft, eins má geyma hann í vatni og búa svo til úr honum smám saman yfir veturinn grauta o. fl. -Heimilisblaðið 1939
Gulrótarkaka Aldísar frænku. Sumar kökur eru betri en aðrar segir Eyjólfur Eyjólfsson söngvari. „Gulrótarkaka móðursystur minnar er sú kaka sem ég kannski held mest upp á – ef til vill vegna þess að hún er í senn hátíðleg og ósköp hversdagsleg. Þó svo að móðir mín sé þekkt fyrir íburðarmiklar stríðstertur hef ég yfirleitt hneigst meira til kökubaksturs eins og ég kynntist í sveit sem strákur. Þá á ég að sjálfsögðu ekki við sunnudagshnallþórurnar heldur hinar stóísku og yfirveguðu jóla- og marmakökur sem gengu í svo til heilagt hjónaband með ógerilsneyddri kúamjólkinni.