Steiktur fiskur með sinnepskremi

Þorskhnakkar í sinnepskremi með kartöflumús HjarðardalUR Ytri í Önundarfirði önundarfjörður dúi sigga júlla fiskur þorskur fisherman
Þorskhnakkar í sinnepskremi með kartöflumús

Þorskhnakkar í sinnepskremi með kartöflumús

Á bænum Hjarðardal Ytri í Önundarfirði búa hjónin Sigríður Júlía Brynleifsdóttir skógfræðingur og Steinþór Bjarni Kristjánsson bóndi og skrifstofustjóri, af flestum eru þau betur þekkt sem Sigga Júlla og Dúi. Sparifiskurinn heimilisins eru þorskhnakkar í sinnepskremi með kartöflumús. Uppskrift sem Dúi sá í Mogganum snemma á öldinni og sá strax að þetta væri eitthvað 😊

STEIKTUR FISKURÖNUNDARFJÖRÐUR

.

Steiktur fiskur í sinnepskremi

1 kg Fisherman þorskhnakkar
Veltið upp úr hveiti, steikið í smjöri og smá olíu á pönnu, setjið þá í ofn þar til það er eldað í gegn.

Sinnepskrem:
½ lítri rjómi
4 msk Dijon sinnep
2 msk hlynssýróp
1 kjúklingateningur
Salt og pipar eftir smekk
Soðið niður um 1/3 við vægan hita

Kartöflumús:
5 bökunarkartöflur, bakaðar í ofni
3 msk brætt smjör,
5 hvítlauksrif
2 greinar ferskt rósmarín
1 tsk þurrkað timjan
Salt og pipar eftir smekk
Bakið kartöflurnar í ofni á hefðbundin hátt, smjör, hvítlaukur og krydd brædd saman og kartöflurnar stappaðar útí.

Frá vinstri: Sigurður Oddur, Guðrún Hrafnhildur, Sigríður Júlía, Steinþór, Þórður Logi og Bergþór.

.

STEIKTUR FISKURÖNUNDARFJÖRÐUR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Cululutte brauð

Cululette brauð. Í vinabæjarheimsókninni í Gravelines á dögunum fengum við soðið brauð sem mun vera frá norður Frakklandi. Brauðið rann ljúflega niður með romm/smjörsósu...

MatBar á Hverfisgötu – Framúrskarandi veitingastaður

MatBar á Hverfisgötu – Framúrskarandi veitingastaður

MatBar á Hverfisgötu - Framúrskarandi veitingastaður. Afslöppuð og heimilisleg upplifun, smart hönnun, framúrskarandi matur og persónuleg þjónusta.

Hverfisgatan er óðum að breytast í flottustu veitingahúsagötuna í Reykjavík. Má þar nefna Essensia, Michelin-staðinn Dill og Geira Smart. Nýjasti staðurinn er MAT BAR, sem sómir sér vel með stóru systrum sínum við götuna.

Crostini með kantarellusveppum

Crostini með kantarellusveppum. Crostini eru litlar sneiðar af brauði, grillaðar eða ristaðar, með áleggi sem getur verið grænmeti, ostur eða kjöt. Oft eru sneiðararnar penslaðar með ólífuolíu. Stórfínt til að byrja á áður en sest er til borðs :)