Steiktur fiskur með sinnepskremi

Þorskhnakkar í sinnepskremi með kartöflumús HjarðardalUR Ytri í Önundarfirði önundarfjörður dúi sigga júlla fiskur þorskur fisherman
Þorskhnakkar í sinnepskremi með kartöflumús

Þorskhnakkar í sinnepskremi með kartöflumús

Á bænum Hjarðardal Ytri í Önundarfirði búa hjónin Sigríður Júlía Brynleifsdóttir skógfræðingur og Steinþór Bjarni Kristjánsson bóndi og skrifstofustjóri, af flestum eru þau betur þekkt sem Sigga Júlla og Dúi. Sparifiskurinn heimilisins eru þorskhnakkar í sinnepskremi með kartöflumús. Uppskrift sem Dúi sá í Mogganum snemma á öldinni og sá strax að þetta væri eitthvað 😊

STEIKTUR FISKURÖNUNDARFJÖRÐUR

.

Steiktur fiskur í sinnepskremi

1 kg Fisherman þorskhnakkar
Veltið upp úr hveiti, steikið í smjöri og smá olíu á pönnu, setjið þá í ofn þar til það er eldað í gegn.

Sinnepskrem:
½ lítri rjómi
4 msk Dijon sinnep
2 msk hlynssýróp
1 kjúklingateningur
Salt og pipar eftir smekk
Soðið niður um 1/3 við vægan hita

Kartöflumús:
5 bökunarkartöflur, bakaðar í ofni
3 msk brætt smjör,
5 hvítlauksrif
2 greinar ferskt rósmarín
1 tsk þurrkað timjan
Salt og pipar eftir smekk
Bakið kartöflurnar í ofni á hefðbundin hátt, smjör, hvítlaukur og krydd brædd saman og kartöflurnar stappaðar útí.

Frá vinstri: Sigurður Oddur, Guðrún Hrafnhildur, Sigríður Júlía, Steinþór, Þórður Logi og Bergþór.

.

STEIKTUR FISKURÖNUNDARFJÖRÐUR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Sítrusapríkósumarmelaði

Marmelaði - DSC01767Marmelaði Ingveldar G. DSC01775

Sítrusapríkósumarmelaði. Útvarpskonunni ljúfu, Ingveldi G. Ólafsdóttur er margt til lista lagt og er vel þekkt fyrir að galdra fram veislumat úr svo að segja engu. Hún er afar nýtin á matarafganga eitthvað sem margir gætu tekið sér til fyrirmyndar. Frétti af bragðgóðu marmelaði hjá Ingveldi og hún tók ljúflega í beiðni mína um uppskriftina

White Guide Nordic: Bestu veitingastaðir á Íslandi

White Guide Nordic: Bestu veitingastaðir á Íslandi. Matgæðingar frá White Guide Nordic velja árlega bestu veitingastaðina á Norðurlöndunum. Hér er listinn sem gildir fyrir árið 2017, eins og áður er Dill í efsta sætinu.

Haugarfi – arfapestó

Arfapestó Haugarfi Arfapestó - IMG_3869 (1)

Arfapestó! Það er ekki að ástæðulausu sem fólk segir að eitthvað vaxi eins og arfi, hann vex mjög vel. Ég hvet fólk til að rækta arfa, bæði sumar og vetur. Í allan vetur hef ég verið með arfa í potti í eldhússglugganum og núna rækta er hann líka á svölunum. Þið sem eruð með stóran pall ættuð að fá ykkur stóran blómapott og hefja þar arfaræktun - passið að klippa blómin af svo fræin fjúki ekki í beðin....

Heit súkkulaðiterta

Heit súkkulaðiterta. Heiðurshjónin Kristján og Ragna buðu uppá ljúffenga heita súkkulaðitertu, hún var borin fram með rjómaís og ferskum ávöxtum. Tertan var svo bragðgóð (eða gestirnir gráðugir) að það fórst fyrir að taka mynd af henni áður en við byrjuðum að borða