Vinsamlega hafið hljóð!

borðsiðir kurteisi koktelboð ræður skemmtiatriði veislur ræðuhöld
Á meðan atriði eru á sviði verða gestir að sýna þá sjálfsögðu kurteisi og hafa þögn, alveg sama hversu mikinn áhuga eða lítinn það hefur á því sem fram fer.

Vinsamlega hafið hljóð!

Það er vandasamt að vera veislustjóri og því fylgir mikil ábyrgð. Það er ekki síður á ábyrgð gesta hvernig til tekst. Maður er manns gaman og stór hluti af því að vera í veislu er að spjalla við fólk – samt ekki alltaf sama fólkið.
Ef um er að ræða skemmtiatriði í veislum, t.d. koktelboðum er óæskilegt að hafa of mörg skemmtiatriði í einu, tvö til þrjú er ágætt og hafa pásu inn á milli fyrir fólk til að tala saman. Á meðan atriði eru á sviði verða gestir að sýna þá sjálfsögðu kurteisi og hafa þögn, alveg sama hversu mikinn áhuga eða lítinn það hefur á því sem fram fer.
Látum ekki veislustjóra skamma okkur eins og óþæga krakka.

EINFALT: Ef eitthvað er um að vera á sviði þá þegjum við á meðan.

.

Á meðan atriði eru á sviði verða gestir að sýna þá sjálfsögðu kurteisi og hafa þögn, alveg sama hversu mikinn áhuga eða lítinn það hefur á því sem fram fer.

VEISLUSTJÓRARKOKTELBOÐBORÐSIÐIR/KURTEISIVEISLURÍSBRJÓTAR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Svikið útlent berjamauk (syltutöj)

Svikið útlent berjamauk (syltutöj)
Töluvert er hér notað af útlendu berjamauki (syltutöj). Er það illa farið, því að bæði er það óhollasta ávaxtanautnin og útlenda berjamaukið oft svikið, og sorglegt að vita til þess, hve miklir peningar fara út úr landinu fyrir það og saft, sem lítið á skylt við ávexti, sem að eins er sykurlögur litaður með anilínlit. Af innlendum ávöxtum höfum vér aðallega ber. Rabarbara má nota á sama hátt sem ávexti (handa heilbrigðu fólki). Rabarbari ætti að vera til á hveru einasta íslenzku heimili, því að hann getur vaxið svo að segja fyrirhafnarlaust.

Kaffitár í Perlunni

Kaffitár í Perlunni. Efstu hæð Perlunnar hefur verið breytt verulega. Öðru megin er veitingastaðurinn Út í bláinn og hinu megin kaffihús Kaffitárs. Staðsetningin er hin besta og útsýnið gerist ekki betra. Við förum þarna reglulega. Núna vorum við að koma úr Perlunni, fórum þangað með tengdó og barnabörnin. Fengum okkur kaffi og með því. Þarna er rúmgott, bjart, skemmtilega lifandi erill og í alla staði notalegt. Við fengum að vita að allar kökur og allt kaffimeðlæti er bakað hjá Kaffitári, þar er meira að segja croissantið er gert frá grunni - gaman að segja frá því. Svo gleðst ég alltaf þegar gert er ráð fyrir grænmetisætum, veganistum og fólki sem illa þolir glútein.