Auglýsing
borðsiðir kurteisi koktelboð ræður skemmtiatriði veislur ræðuhöld
Á meðan atriði eru á sviði verða gestir að sýna þá sjálfsögðu kurteisi og hafa þögn, alveg sama hversu mikinn áhuga eða lítinn það hefur á því sem fram fer.

Vinsamlega hafið hljóð!

Það er vandasamt að vera veislustjóri og því fylgir mikil ábyrgð. Það er ekki síður á ábyrgð gesta hvernig til tekst. Maður er manns gaman og stór hluti af því að vera í veislu er að spjalla við fólk – samt ekki alltaf sama fólkið.
Ef um er að ræða skemmtiatriði í veislum, t.d. koktelboðum er óæskilegt að hafa of mörg skemmtiatriði í einu, tvö til þrjú er ágætt og hafa pásu inn á milli fyrir fólk til að tala saman. Á meðan atriði eru á sviði verða gestir að sýna þá sjálfsögðu kurteisi og hafa þögn, alveg sama hversu mikinn áhuga eða lítinn það hefur á því sem fram fer.
Látum ekki veislustjóra skamma okkur eins og óþæga krakka.

EINFALT: Ef eitthvað er um að vera á sviði þá þegjum við á meðan.

.

Á meðan atriði eru á sviði verða gestir að sýna þá sjálfsögðu kurteisi og hafa þögn, alveg sama hversu mikinn áhuga eða lítinn það hefur á því sem fram fer.

VEISLUSTJÓRARKOKTELBOÐBORÐSIÐIR/KURTEISIVEISLURÍSBRJÓTAR

.

Auglýsing