Hæstikaupstaður á Ísafirði (English below)
Árið 1788, strax og einokun hafði verið aflétt, bættust fleiri kaupmenn í hóp þeirra sem versluðu á Skutulsfjarðareyri. Það voru norskir kaupmenn, frá Björgvin, sem settu upp bækistöðvar sínar þar sem kallað er í Hæstakaupstað. Það hafði í för með sér aukna samkeppni og grósku í versluninni auk þess sem henni fylgdu miklar byggingaframkvæmdir, enda þurfti að reisa alla aðstöðu frá grunni. Þeir völdu verslun sinni stað á kaupstaðarlóðinni sem fjærst aðsetri kaupmanna í Neðstakaupstað. Um sumarð risu síðan þrjú hús. Aðeins eitt þeirra stendur enn, Hæstakaupstaðarhúsið sem hýsti verslunarstjórann. Ýmsir kaupmenn og útgerðarmenn áttu eftir að reka verslun í Hæstakaupstað í gegnum tíðina.
Árið 1890 var verslunin seld Leonhard Tang, stórkaupmanni í Kaupmannahöfn. Verslun Tangs var öflug og ekki síður útgerð hans, heimildir herma að hundruð manna hafi unnið á reitum hans við að salta og þurrka fisk þegar kom fram yfir 1910. Hann gerði einnig tilraunir til að framleiða gosdrykki og sælgæti á Ísafirði. Hæstakaupstaðarverslun lauk árið 1928.
Árið 1923 eignaðist Ísafjarðarkaupstaður lóð verslunarinnar og þá hófst mikil uppbygging á svæðinu. Sundlaug, skóli og verslunarhúsnæði var reist þegar fram liðu stundir. Við Hæstakaupstað er einnig að finna Austurvöll sem er einn elsti og best varðveitti móderníski almenningsgarður á Íslandi, hannaður af Jóni H. Björnssyni árið 1954.
— ÍSAFJÖRÐUR —
.
Hæstikaupstaður is a three storey wodden house built as a department store in 1855-1878. On of ground floor there was a general store, on the upper floors there were stock rooms and workshops. For some time soft drinks and candy were produced here. Later different businesses have been here,, such as a video rental store and a coffinmakers workshop.
— ÍSAFJÖRÐUR —
.
Heimildir: Ísafjörður.is og Húsin í bænum.