Hæstikaupstaður

Hæstikaupstaður á Ísafirði Leonhard Tang tangs verslun ísafjörður
Hæstikaupstaður á Ísafirði og garðurinn Austurvöllur

Hæstikaupstaður á Ísafirði (English below)

Árið 1788, strax og einokun hafði verið aflétt, bættust fleiri kaupmenn í hóp þeirra sem versluðu á Skutulsfjarðareyri. Það voru norskir kaupmenn, frá Björgvin, sem settu upp bækistöðvar sínar þar sem kallað er í Hæstakaupstað. Það hafði í för með sér aukna samkeppni og grósku í versluninni auk þess sem henni fylgdu miklar byggingaframkvæmdir, enda þurfti að reisa alla aðstöðu frá grunni. Þeir völdu verslun sinni stað á kaupstaðarlóðinni sem fjærst aðsetri kaupmanna í Neðstakaupstað. Um sumarð risu síðan þrjú hús. Aðeins eitt þeirra stendur enn, Hæstakaupstaðarhúsið sem hýsti verslunarstjórann. Ýmsir kaupmenn og útgerðarmenn áttu eftir að reka verslun í Hæstakaupstað í gegnum tíðina.

Árið 1890 var verslunin seld Leonhard Tang, stórkaupmanni í Kaupmannahöfn. Verslun Tangs var öflug og ekki síður útgerð hans, heimildir herma að hundruð manna hafi unnið á reitum hans við að salta og þurrka fisk þegar kom fram yfir 1910. Hann gerði einnig tilraunir til að framleiða gosdrykki og sælgæti á Ísafirði. Hæstakaupstaðarverslun lauk árið 1928.

Árið 1923 eignaðist Ísafjarðarkaupstaður lóð verslunarinnar og þá hófst mikil uppbygging á svæðinu. Sundlaug, skóli og verslunarhúsnæði var reist þegar fram liðu stundir. Við Hæstakaupstað er einnig að finna Austurvöll sem er einn elsti og best varðveitti móderníski almenningsgarður á Íslandi, hannaður af Jóni H. Björnssyni árið 1954.

—  ÍSAFJÖRÐUR  —

.

Úr bókinni Húsin í bænum
Húsin í bænum

Hæstikaupstaður is a three storey wodden house built as a department store in 1855-1878. On of ground floor there was a general store, on the upper floors there were stock rooms and workshops. For some time soft drinks and candy were produced here. Later different businesses have been here,, such as a video rental store and a coffinmakers workshop.

—  ÍSAFJÖRÐUR  —

.

Heimildir: Ísafjörður.is og Húsin í bænum.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.