Þrjár bestu smákökurnar árið 2016. Þessar þrjár komust á verðlaunapall í smákökusamkeppni Kornax í ár. Hver annari betri. Það er skemmtileg hefð að baka fyrir jólin, höldum því áfram. Bökum á aðventunni :)
Linsubauna og bóghveiti salat – stútfullt af hollustu. Nathalía Druzin Halldórsdóttir söngkona og starfsmaður Íslensku óperunnar var í óðaönn að undirbúa frumsýningu Mannsraddarinnar þegar ég rak inn nefið á dögunum. Auðvitað var hún til í að gefa uppskrift af þessu bragðgóða og holla salati. Aðspurð hvort salatið ætti sér einhverja sögu svaraði hún „Í raun bara þá að auka inntöku á baunum og síðan hef ég alltaf verið mjög hrifin af bóghveitigrjónum þ.a saman er þetta snilld ef maður vill hugsa um heilsuna 🙂
Bóghveiti gefur mikið magnsium í kroppinn"