Jógúrt með kanil og mangói
Fallegur, einfaldur og lystugur eftirréttur
— JÓGÚRT — EFTIRRÉTTIR — ÁRDÍS HULDA — MANGÓ —
.
Jógúrt með kanil og mangói
Hrein grísk jógúrt frá Örnu
Rjómi
Kanill
Hlynsýróp
Mangó
Hrærið saman gríska jógúrt og rjóma þar til ykkur finnst jógúrtin passlega þykk. Bætið út í kanill og hlynsýrópi, magn eftir smekk.
Skerið niður mangó í litla bita og setjið í botninn á glasinu, setjið jógúrtina yfir.
Ofan á:
Ristið á pönnu, kókosflögur, sesamfræ, saxaðar pekanhnetur, sólblómafræ, setjið smá hlynsýróp yfir. Takið af pönnunni, setjið á bökunarpappír og kælið.
Brotið niður og sett ofan á jógúrtið, ásamt ávöxtum t.d. mangói og bláberjum.
.
— HÚSFREYJAN — JÓGÚRT — EFTIRRÉTTIR — ÁRDÍS HULDA — MANGÓ —
.