Jógúrt með kanil og mangói

Jógúrt með kanil og mangói
Jógúrt með kanil og mangói – fallegur og hollur eftirréttur

Jógúrt með kanil og mangói

Fallegur, einfaldur og lystugur eftirréttur

JÓGÚRTEFTIRRÉTTIRÁRDÍS HULDA MANGÓ

.

Jógúrt með kanil og mangói

Hrein grísk jógúrt frá Örnu
Rjómi
Kanill
Hlynsýróp
Mangó

Hrærið saman gríska jógúrt og rjóma þar til ykkur finnst jógúrtin passlega þykk. Bætið út í kanill og hlynsýrópi, magn eftir smekk.
Skerið niður mangó í litla bita og setjið í botninn á glasinu, setjið jógúrtina yfir.

Ofan á:
Ristið á pönnu, kókosflögur, sesamfræ, saxaðar pekanhnetur, sólblómafræ, setjið smá hlynsýróp yfir. Takið af pönnunni, setjið á bökunarpappír og kælið.
Brotið niður og sett ofan á jógúrtið, ásamt ávöxtum t.d. mangói og bláberjum.

.

Jógúrtrétturinn var einn af mögum góðum réttum sem Árdís Hulda galdraði fram fyrir vinkonur sínar og birtust í Húsfreyjunni.

HÚSFREYJANJÓGÚRTEFTIRRÉTTIRÁRDÍS HULDA MANGÓ

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Jarðarberjaterta Ólafs

Jarðarberjaterta – raw. Við fögnum í dag með Ólafi fimm ára afmæli hans. Afmæliskaffiborðið var hlaðið af góðgæti, meðal annars þessari jarðarberjatertu. Þegar haldið var upp á eins árs afmæið hans var þessi Döðluterta í boði.

Versalakökur – verðlaunasmákökur

Versalakökur - 2.sætið í smákökusamkeppni Kornax 2017. Valgerður Guðmundsóttir hreppti annað sætið með Versalakökunum ljúffengu. Fallegar og mjög jólalegar smákökur. Mér fannst eitt augnablik ég vera kominn til Versala þegar ég beit í fyrstu kökuna - apríkósurnar komu skemmtilega á óvart. Hér harmónerar allt vel saman